fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 08:59

Skjáskot/Instagram @linabirgittasig @tinnabkr @camillarut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsdrottningin og áhrifavaldurinn Tinna Björk Kristinsdóttir, betur þekkt sem Tinna Bk, varð 31 árs í gær. Sólrún Diego, sem flestir landsmanna þekkja sem þrifglaða áhrifavaldinn, varð þrítug í gær. Báðar samfélagsmiðlastjörnurnar fögnuðu í gær með glæsibrag. Þegar kemur að afmælisveislum taka áhrifavaldar fögnuð á allt annað plan, hugsanlega því veitingastaðir, hótel og aðrir staðir vilja ólmir fá áhrifavaldana til sín til að auglýsa staðinn. Enda fór það ekki framhjá neinum hvar Tinna og Sólrún fögnuðu afmæli sínu.

Orðlaus yfir afmælisdeginum

Tinna byrjaði daginn á því að fara út að borða með sínum heittelskaða, Ingólfi Grétarssyni, betur þekktur sem Gói Sportrönd. Þau fóru svo í Reykjavík Natura Spa.

Tinna snæddi kvöldverð með vinum á Hótel Keflavík.

Síðan var ferðinni heitið til Keflavíkur þar sem Tinna fékk sér kvöldverð með Ingólfi og vinkonum sínum, meðal annars áhrifavaldinum og söngkonunni Camillu Rut. Kvöldinu var ekki lokið, þau auðvitað fengu sér eftirrétt og svo var farið upp í svítuna á Hótel Keflavík. Þar opnuðu vinirnir kampavín og sagðist Tinna vera „orðlaus yfir þessum afmælisdegi.“ Kvöldið endaði síðan í heita pottinum í svítunni.

Tinna sagðist vera orðlaus yfir deginum.

Þau á Hótel Keflavík virðist vera dugleg að fá til sín áhrifavalda til að auglýsa staðinn. Áhrifavaldaparið Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Egill Halldórsson hafa dvalið þar, einnig fyrirsætan Bryndís Líf og World Class-erfinginn Birgitta Líf ásamt dansstjörnunni Ástrós Trausta og fleiri vinkonum. Í öll skiptin hafa áhrifavaldarnir verið duglegir að sýna frá fína kvöldverðinum, kokteilunum og auðvitað lúxussvítunni.

Þrítugsafmæli Sólrúnar Diego

Í gær fagnaði Sólrún Diego þrítugsafmæli sínu. Vinkona hennar og áhrifavaldurinn Lína Birgitta var dugleg að deila myndum frá kvöldverðinum, sem var haldinn á veitingastaðnum No Concept á Hverfisgötu.

Skjáskot/Instagram

Hringbraut vakti athygli á því að Camilla Rut hafi ekki verið gestur í afmælisveislu Sólrúnar, heldur Tinnu. En það þykir athyglisvert vegna þær stöllur voru um tíma óaðskiljanlegar. Svo nánar að þær voru með hlaðvarpsþátt saman og töluðu nær daglega um hvor aðra. Nýlega lagði Hringbraut fram þá kenningu að eitthvað hafi gerst á milli þeirra, þar sem þær væru hættar að minnast á hvor aðra eða líka myndir hvor annarrar á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dramatík í menningarheimum: Systrabönd líkt og afbökun á eigin verki – „Einsog hefði verið sparkað í magann á mér“

Dramatík í menningarheimum: Systrabönd líkt og afbökun á eigin verki – „Einsog hefði verið sparkað í magann á mér“
Fókus
Í gær

„Dildódrottning Íslands“ var partur af sértrúarsöfnuði – „Smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir“

„Dildódrottning Íslands“ var partur af sértrúarsöfnuði – „Smátt og smátt fór ég að hafa sterkari skoðanir“
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð breyting á viðlagasjóðshúsi í Grindavík – Sjáðu „fyrir og eftir“ myndirnar

Mögnuð breyting á viðlagasjóðshúsi í Grindavík – Sjáðu „fyrir og eftir“ myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn syrgir hundinn sinn – „Við söknum hans svo ótrúlega mikið“

Gísli Marteinn syrgir hundinn sinn – „Við söknum hans svo ótrúlega mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni