Laugardagur 27.febrúar 2021
Fókus

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 20:30

Til vinstri: Chloe Bond - Til hægri: Túrtappar, einnota, ekki eins og Chloe talar um í fréttinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Bond, 28 ára bresk móðir, reynir nú að sannfæra vinkonur sínar um að fylgja sínu ráði, það er að endurnýta túrtappa.

Chloe byrjaði að skoða aðrar leiðir til að halda tíðunum í skefjum þegar hún eignaðist dóttur sína árið 2013. Þá uppgötvaði hún túrtappa úr efni sem hægt var að þrífa í þvottavélinni. Chloe segir að hægt sé að nota umrædda túrtappa í 6 tíma og svo skellir hún þeim bara í vélina og notar kalt vatn, þvottaduft og mýkingarefni. Hún þurrkar þá síðan og eftir það getur hún notað þá á ný.

Vinkonur Chloe hafa sagt að þessi aðferð hennar sé „ógeðsleg“ en henni er alveg sama. „Þeir eru algjör lífsbjörg,“ segir Chloe um túrtappana í samtali við The Sun. „Síðan eru þeir líka betri fyrir plánetuna.“

Chloe, sem vinnur sem ökukennari, ákvað að prófa þessa öðruvísi túrtappa eftir að henni leið ekki svo vel í kjölfar fæðingar dóttur sinnar. „Ég fékk mjög slæma sýkingu eftir rúmlega tveggja daga langa fæðingu. Þegar ég fór aftur á blæðingar byrjaði ég að nota venjulega túrtappa aftur eins og ég gerði fyrir fæðinguna en þeir meiddu mig og voru þurrir,“ segir Chloe.

„Ég gat ekki notað þá. Þetta hljómar fáránlega en ég gat ekki haldið því áfram. Ég vildi finna einhverja aðra lausn og þegar ég fann þessa endurnýtanlegu túrtappa var ég spennt. Til að vera alveg hreinskilin þá verð ég að segja að mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst.“

Chloe segir að vinir hennar og aðrir sem heyrðu af notkun hennar á þessum túrtöppum hafi verið með leiðindi við hana. „Fólk hefur ekki tekið vel í þetta og segir að þetta sé ekki hreinlegt. Fólk hefur sagt við mig að þvottavélin mín hljóti að vera ógeðslegt en það er fáránlegt. Þvottavélin þrífur sjálfa sig – skíturinn safnast ekki upp!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Í gær

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends aðdáandi vekur athygli á einu sem Jennifer Aniston gerir í hverjum þætti

Friends aðdáandi vekur athygli á einu sem Jennifer Aniston gerir í hverjum þætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing með myndum sem láta þér bregða – Óvæntir gestir

Fasteignaauglýsing með myndum sem láta þér bregða – Óvæntir gestir