Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Andrea: „Svona kemstu að því hvort maðurinn sé að halda framhjá þér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 14:19

Mynd til hægri: Instagram - Mynd til vinstri: Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona að nafni Andrea Lopez birti á dögunum myndband á TikTok, samfélagsmiðlinum vinsæla. Myndbandið á að sýna hvernig hægt er að komast að því ef maki er að halda framhjá. „Svona kemstu að því hvort maðurinn sé að halda framhjá þér,“ skrifar Andrea við myndbandið.

„Stelpur, ef þið viljið komast að því hvort maðurinn ykkar er að halda framhjá ykkur, fáið ykkur svona,“ segir Andrea og sýnir rúllu sem notuð er til að taka hár af fötum. Andrea segir að hægt sé að taka rúlluna og rúlla yfir teppi á heimilinu. Myndbandið vakti athygli á TikTok en The Sun vakti einnig athygli á því.

Andrea kemur síðan með sýnikennslu og rúllar yfir teppið með rúllunni. Þegar hún lyftir síðan rúllunni upp er hún full af ljósrauðum hárum. Andrea stöðvar þá myndbandið og segir síðan að hárið sitt sé svart. „Hann þarf að útskýra ýmislegt,“ segir hún svo í lokin.

Eins og áður segir hefur myndbandið vakið mikla athygli en rúmlega 12 milljónir hafa horft á það á TikTok. Tæpar þrjár milljónir hafa líkað við það en þá má einnig finna mikið af áhyggjufullum athugasemdum við myndbandið. „Þetta er ekki einu sinni líkt hárinu þínu,“ sagði ein. „Þetta er RAUTT,“ sagði önnur.

Einn notandi TikTok benti svo á að þetta ráð gæti gert út um mörg sambönd. „Ég býst við að allir verði einhleypir eftir þetta.“

@andrea.lopez44He has some explaining to do😡(Following the next 100 people on IG: Andrea.Lopez44) ##fyp ##viral ##prank ##cheater ##couple ##funny♬ original sound – Andrea Lopez 😋

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak