Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 18. janúar 2021 19:27

Jóhannes Haukur. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í þættinum ræðir Jóhannes Haukur meðal annars um mögulegt Íslandsmet sem hann setti í skimunum á síðasta ári vegna starfa sinna erlendis. Jóhannes hefur verið afar vinsæll leikari erlendis og hefur því þurft að vera mikið á ferðinni til og frá Íslandi. Hann segist vera spenntur fyrir bóluefninu og að hann ætli að taka bóluefnið um leið og hann getur.

,,Um leið og ég get, þá tek ég þetta, Spútnik fimm og hvað sem er. Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði og öll þessi bóluefni. Ég fór í 39 skimanir á síðasta ári og er því með staðfest 39 próf sem öll reyndust neikvæð. Þetta venst eftir nokkur skipti, maður kúgast aðeins af því að fá þetta í kokið og kemst svo að því hvor nösin er þægilegri til að fá pinnan inn þar. Reyndar fannst mér landamærapinnarnir mjórri en pinnarnir sem voru notaðir á Írlandi þar sem ég var að vinna. En það sér í sólina núna og ég get ekki beðið eftir að fá bóluefni og hef engar áhyggjur af því.“

Jóhannes Haukur hefur undanfarið orðinn einn þekktasti leikari Íslands utan landsteinanna. Jóhann ræðir í þættinum um nýjasta verkefnið, sjónvarpsseríu sem hann má þó ekki tala mikið um. „Þetta er stór sjónvarpsþáttasería, en af því að þeir eru ekki búnir að tilkynna þetta þá má ekki láta hafa neitt eftir sér og það er öllum bannað að tjá sig um þetta sem taka þátt. Þeir eru svo passasamir á þetta að það er verið að vakta þetta,“ segir Jóhannes.

„Ég hef brennt mig á því að tala um eitthvað af því að ég er á Íslandi, en svo kannski pikkar einhver netmiðill það upp og þeir eru með þetta í „Google Alerts“, nöfnin á leikurunum og seríunum. Og það gerðist einu sinni að ég fékk símtal, þar sem ég var spurður hvað ég væri að tjá mig og þurfti að svara fyrir það. En ef að allt gengur upp þá gæti þetta orðið langtímaverkefni og ég er búinn að gera 6 ára samning, sem þýðir að þeir eiga forkaupsrétt á mér í 6 ár ef allt gengur upp og ég er mjög lukkulegur með þetta. Þetta eru stóru bitarnir sem maður vill helst fá. En það er auðvitað alveg hægt að drepa mann í seríunni hvenær sem er og ekkert gefið í þessu.”

Þrírétta máltíð með Cate Blanchet

Sem leikari í erlendum risaverkefnum lendir Jóhannes oft í óraunverulegum aðstæðum, meðal annars þegar hann hittir gífurlega fræga leikara. „Þetta eru nokkrir sem maður hefur hitt sem eru mjög stórir og það er auðvitað stundum aðeins skrýtið þó að þetta sé bara venjulegt fólk. Ég lék einu sinni í bíómynd sem Cate Blanchett lék aðalhlutverkið í. Ég var bara í einhverju smá hlutverki sem skipstjóri,“ segir hann en Cate er með frægari leikkonum heims.

„Þetta var tekið upp við strendur Grænlands og það voru allir að koma frá Bandaríkjunum, nema ég frá Íslandi og hún frá Ástralíu og við vorum tvö ein mætt og sótt á flugvöllinn og keyrð í skipið. Svo vorum við þarna á skipinum og ísjakar að fljóta við hliðina og okkur er boðinn þríréttaður málsverður í skipstjórakáetunni. Ég man að ég hugsaði aðeins hvers konar rugl þetta væri eiginlega, að ég sem lék þarna eitthvað smáhlutverk væri allt í einu einn í þríréttaðri máltíð með Cate Blanchet við Grænlandsstrendur.“

Jóhannes segist vera afar þakklátur fyrir að geta einbeitt sér að einu stóru verkefni í einu í stað þess að hoppa í öll störf til að eiga fyrir reikningunum. Hann segir meðal annars frá því þegar hann var mikið í því að stýra veislum. „Veislustjórnir og skemmtanir eru eitthvað sem ég er feginn að vera ekki að gera lengur, þó að þetta hafi nú yfirleitt heppnast vel. Ég man að dagarnir á undan voru krefjandi, af því að ég vil alltaf vera vel undirbúinn og maður var að reyna að finna eitthvað skemmtilegt samhliða öðrum störfum og þetta var stundum erfitt. Sumir eiga auðvelt með þetta, en ég var ekki einn af þeim,“ segir hann.

„Yfirleitt gekk þetta vel, en ég man eftir einu „giggi“ þar sem ég hætti í miðri setningu og það var hræðilegt. Þetta var hjá Félagi Fasteignasala á Hótel Nordica og hljóðkerfið var ekki nógu gott og það vantaði svið. Það heyrði í raun enginn í mér og ég náði aldrei athyglinni, jafnvel þó að ég reyndi að nota leikhúsröddina. Það voru líklega 200 manns fyrir framan mig og það var bara enginn að hlusta. Ég byrjaði og það voru bara nokkrir þarna alveg fremst sem hlustuðu á mig af einskærri vorkun. Þegar það voru einhverjar 6 mínútur búnar af þessu helvíti, þá bara gekk ég út í miðri setningu. Ég get ekki sagt að ég sakni þess sérstaklega að veislustýra.“

Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak