WikiFeet.com er eins konar snúningur á hinni vinsælu Wikipedia síðu. Nema í stað þess að það séu upplýsingar um allt mögulegt, eru aðeins upplýsingar um fætur frægra. WikiFeet er í raun stærsti gagnabanki sem til er af fótum stjarnanna.
Sumir kalla WikiFeet blætissíðu (e. fetish-site), en notendur síðunnar geta skoðað myndir, hlaðið upp myndum og gefið fótunum einkunn.
Það eru þó nokkrir Íslendingar á síðunni, en hver sem er getur skráð þekkt fólk á síðuna og hlaðið upp myndum þar sem sést í fætur þeirra. Það er mjög sjaldgæft að stjörnurnar sjálfar geri það.
Við kíktum yfir fræg íslensk andlit, réttara sagt fætur, á síðunni og tókum saman.
Ísdrottningin er á síðunni með fjórar og hálfa stjörnu af fimm.
Stórstjarnan og söngkonan Björk fær fjórar stjörnur á WikiFeet og hefur fengið yfir 470 atkvæði, sem telst ansi mikið miðað við samlanda hennar.
Tónskáldið og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er með fjórar og hálfa stjörnu.
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus er með 4,9 stjörnur af 5 mögulegum. Þrátt fyrir himinháa einkunn er hann ekki Íslendingurinn með fallegustu fæturnar samkvæmt notendum WikiFeet, en hann nælir sér í annað sætið.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og leikkona, fær heilar fimm stjörnur á síðunni og er þar með í fyrsta sæti.
Ragnheiður, eða Ragga Ragnars eins og hún kallar sig, hefur gert það ótrúlega gott í Hollywood undanfarin ár og fer með eitt af aðalhlutverkum í Netflix-þáttunum Vikings.
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona og meðlimur vinsælu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, fær fjórar stjörnur.
Emiliana Torrini söngkona fær fjórar og hálfar stjörnur á WikiFeet.
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona fær einnig fjórar og hálfa stjörnu á síðunni.
CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir fær fjórar og hálfa stjörnu frá notendum WikiFeet.
Fyrrum fegurðardrottningin Ingibjörg Egilsdóttir fær þrjár og hálfa stjörnu á síðunni.
Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir fær rétt rúmlega þrjár stjörnur á síðunni.
Ofurfyrirsætan Edda Pétursdóttir fær fjórar stjörnur og hafa netverjar hlaðið upp tæplega 80 myndum af henni og fótum hennar.
Annie Mist er ekki eina íslenska CrossFit-stjarnan á WikiFeet. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær fjórar stjörnur.
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, fær rétt rúmlega fjórar stjörnur á síðunni.
Fyrrverandi fegurðardrottningin, athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr hefur verið lengi á síðunni, allavega í eitt og hálft ár. Fætur Tönju Ýrar fá fjóra og hálfa stjörnu.
Fyrrum fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er með rétt rúmlega fjórar stjörnur á WikiFeet.