Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 13:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WikiFeet.com er eins konar snúningur á hinni vinsælu Wikipedia síðu. Nema í stað þess að það séu upplýsingar um allt mögulegt, eru aðeins upplýsingar um fætur frægra. WikiFeet er í raun stærsti gagnabanki sem til er af fótum stjarnanna.

Sumir kalla WikiFeet blætissíðu (e. fetish-site), en notendur síðunnar geta skoðað myndir, hlaðið upp myndum og gefið fótunum einkunn.

Skjáskot af WikiFeet-síðu Ásdísar Ránar.

Það eru þó nokkrir Íslendingar á síðunni, en hver sem er getur skráð þekkt fólk á síðuna og hlaðið upp myndum þar sem sést í fætur þeirra. Það er mjög sjaldgæft að stjörnurnar sjálfar geri það.

Við kíktum yfir fræg íslensk andlit, réttara sagt fætur, á síðunni og tókum saman.

Ásdís Rán. Mynd/Hanna

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ísdrottningin er á síðunni með fjórar og hálfa stjörnu af fimm.

Björk

Stórstjarnan og söngkonan Björk fær fjórar stjörnur á WikiFeet og hefur fengið yfir 470 atkvæði, sem telst ansi mikið miðað við samlanda hennar.

Hildur Guðnadóttir. Mynd/Getty

Hildur Guðnadóttir

Tónskáldið og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er með fjórar og hálfa stjörnu.

Hafþór Júlíus.

Hafþór Júlíus

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus er með 4,9 stjörnur af 5 mögulegum. Þrátt fyrir himinháa einkunn er hann ekki Íslendingurinn með fallegustu fæturnar samkvæmt notendum WikiFeet, en hann nælir sér í annað sætið.

Ragga Ragnars.

Ragga Ragnars

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og leikkona, fær heilar fimm stjörnur á síðunni og er þar með í fyrsta sæti.

Skjáskot/WikiFeet

Ragnheiður, eða Ragga Ragnars eins og hún kallar sig, hefur gert það ótrúlega gott í Hollywood undanfarin ár og fer með eitt af aðalhlutverkum í Netflix-þáttunum Vikings.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Mynd/Vilhelm

Nanna Bryndís

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona og meðlimur vinsælu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, fær fjórar stjörnur.

Emiliana Torrini.

Emiliana Torrini

Emiliana Torrini söngkona fær fjórar og hálfar stjörnur á WikiFeet.

Nína Dögg. Mynd/Eyþór

Nína Dögg

Nína Dögg Filippusdóttir leikkona fær einnig fjórar og hálfa stjörnu á síðunni.

Annie Mist Þórisdóttir.

Annie Mist

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir fær fjórar og hálfa stjörnu frá notendum WikiFeet.

Ingibjörg Egilsdóttir.

Ingibjörg Egilsdótir

Fyrrum fegurðardrottningin Ingibjörg Egilsdóttir fær þrjár og hálfa stjörnu á síðunni.

Sunna. Mynd/Eyþór

Sunna „Tsunami“

Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir fær rétt rúmlega þrjár stjörnur á síðunni.

Edda Pétursdóttir. Mynd/MilkManagement.com

Edda Pétursdóttir

Ofurfyrirsætan Edda Pétursdóttir fær fjórar stjörnur og hafa netverjar hlaðið upp tæplega 80 myndum af henni og fótum hennar.

Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Eyþór

Sara Sigmundsdóttir

Annie Mist er ekki eina íslenska CrossFit-stjarnan á WikiFeet. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær fjórar stjörnur.

Katrín Tanja. Mynd: Skjáskot/Instagram

Katrín Tanja

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, fær rétt rúmlega fjórar stjörnur á síðunni.

Tanja Ýr. Skjáskot/YouTube @tanjayr

Tanja Ýr Ástþórsdóttir

Fyrrverandi fegurðardrottningin, athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr hefur verið lengi á síðunni, allavega í eitt og hálft ár. Fætur Tönju Ýrar fá fjóra og hálfa stjörnu.

Arna Ýr. Mynd/Hanna

Arna Ýr Jónsdóttir

Fyrrum fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er með rétt rúmlega fjórar stjörnur á WikiFeet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak