fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fókus

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebel Wilson var á dögunum gestur í breska þættinum Straight Talking. Í samtali við þáttastjórnandann, Ant Middleton, segir hún frá skelfilegri lífsreynslu þegar hún var á ferðalagi um Mósambík með vinkonum sínum.

Rebel segir frá því að henni og vinkonum hennar hafi verið rænt, ógnað af vopnuðum karlmönnum og haldið í gíslingu yfir nóttu.

„Við vorum á þessum flutningabíl fyrir nautgripi og þessir karlmenn, sem voru á öðrum bíl, komu með fullt af byssum,“ segir hún. DailyMail greinir frá.

Rebel segir að mennirnir hafi látið þær yfirgefa bifreiðina og þeir hafi farið með þær í hús „einhvers staðar út í rassgati“, og allan tíman hafi þeir beint byssum að þeim. Hún rifjar upp að hún hafði ekki hugmynd um hvað þeir ætluðu að gera við þær.

„Mér finnst eins og ég hafi verið mjög góð í þessum aðstæðum. Ég var eins og liðsforingi. Þeir létu okkur setjast niður og ég sagði öllum að haldast í hendur, því ég var skíthrædd um að þeir myndu um nóttina vilja taka eina af stelpunum eða eitthvað,“ segir hún.

Rebel segir að þau hafi verið í þessu skrýtna húsi yfir nóttu en mennirnir hafi látið þær í friði. Um morguninn slepptu þeir þeim. Þegar Rebel horfir til baka hugsar hún að mennirnir hafi ekki viljað hana, held hafi þeir viljað nota bílinn þeirra og hugsanlega hafi þeir notað bílinn til að smygla vörum eða einhverju öðru á meðan þær voru í gíslingu.

Sem betur fer voru þær allar óskaddaðar, líkamlega, eftir þetta.

Þú getur séð stiklu úr þættinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir Sævar hafa drullað rækilega á sig – „Ekki kenna öðrum um“

Segir Sævar hafa drullað rækilega á sig – „Ekki kenna öðrum um“
Fókus
Í gær

Ásdís Rán segir að það sé engin herramennska hjá íslenskum karlmönnum – „Heim að ríða eða ekki neitt“

Ásdís Rán segir að það sé engin herramennska hjá íslenskum karlmönnum – „Heim að ríða eða ekki neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnandi Twitter fylgir nú Haraldi – „Fokking loksins“

Stofnandi Twitter fylgir nú Haraldi – „Fokking loksins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““

Neteinelti og neikvæðu hliðar TikTok – „Fyrstu ljótu skilaboðin sem ég fékk voru „dreptu þig““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“

Ólíkar hefðir á bóndadaginn – „Kjánalegur dagur fyrir tvo homma“