fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Fókus

Margir segja pistil Rósu Soffíu vera skyldulesningu – „Dæmum ekki eftir útliti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 11:30

Rósa Soffía. Mynd/JónFromIceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Soffía er viðskiptafræðingur og búsett á Akranesi ásamt dóttur sinni. Hún hefur mikinn áhuga á CrossFit, hlaupi og fjallagöngum og skrifar reglulega um það, ásamt öðru, á bloggsíðunni Lady.is. Hún er einnig mjög virk á Instagram þar sem yfir 2300 manns fylgja henni.

Í nýrri færslu tjáir Rósa sig um BMI-stuðullinn og segir að samkvæmt honum sé hún í ofþyngd. Færslan hefur slegið í gegn hjá fylgjendum hennar sem hafa deilt henni áfram og lýst sem skyldulesningu. Rósa Soffía gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna og segir í samtali við DV að aðalatriðið sé að útlit eða BMI er ekki mælikvarði á heilsu.

„Heilsa er svo mikið meira en bara útlit. Samkvæmt þessum blessaða BMI stuðli þá er ég í ofþyngd,“ segir Rósa Soffía og lýsir venjum sínum sem myndu allar teljast sem heilbrigðar eða venjur sem stuðla að hollu líferni.

„Ég vakna kl 6 á morgnanna til að fara út að hlaupa eða fara á æfingu.

Ég vinn fullan vinnudag.

Ég borða hádegis- og kvöldmat og snarla eitthvað á milli.

Ég sef að minnsta kosti sjö tíma á nóttunni.

Ég gef blóð.

Ég fer oft í göngutúra á kvöldin.

Mér líður vel á líkama og sál.“

Rósa Soffía segir að áður fyrr, þegar hún var í „kjörþyngd“, hafi hún verið mun óheilbrigðari en í dag.

„Ég þoli ekki þegar fólk er að hafa áhyggjur af „heilsu“ þeirra sem eru í ofþyngd. Þegar ég var 50 kíló, og í norminu samkvæmt BMI, þá var ég mikið óheilbrigðari en ég er í dag. Ég reykti, drakk áfengi reglulega og borðaði kannski einu sinni á dag. En enginn hafði áhyggjur af heilsunni minni… Bara að segja það,“ segir hún.

„Eigum við ekki öll bara að passa upp á okkur sjálf og dæmum ekki fólk eftir útliti. Þó einhver sé feitari en þú, gæti hún/hann samt sem áður verið heilbrigðari en þú. Hættum að nota þessar „áhyggjur“ af heilsu fólks sem afsökun til að fegra fitufordómana. Ef fólk er óheilbrigt á einhvern hátt þá mun aldrei virka að smána það til heilbrigðis með aðfinningum og athugasemdum.“

Að lokum hvetur Rósa Soffía fólk til að „vera bara næs, það kostar ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin

Christine McVie, söngvari Fleetwood Mac, látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau

5 hlutir sem rannsóknarlögreglukona bannar börnunum sínum til að vernda þau