fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þjóðverji hrærður eftir Íslandsferð – „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 17:45

Bjartmar og Þjóðverjinn. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur ferðamaður sem var í öngum sínum eftir að mótorhjóli hans var stolið í sumar er hrærður af þakklæti í garð Íslendinga og hjólahvíslarans Bjartmars Leóssonar. Er Þjóðverjinn var hér á landi síðasta sumar var mótorhjóli hans stolið úr bílakjallara Hótels Kletts örskömmu fyrir brottför hans frá landinu.

Hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson setti þá í gang deilingarátak á Facebook og var mynd af hjólinu og tilkynningu um þjófnaðinn deilt um 2.000 sinnum. DV birti frétt um málið og hvatti lesendur til að deila tilkynningunni. Tókst að hafa uppi á hjólinu í tæka tíð og lögregla kom því í hendur Þjóðverjans. Að sögn Bjartmars lagði lögregla mikla vinnu í að finna hjólið en Facebook-deilingarnar vöktu mikla athygli. Tæpara mátti það ekki standa því það tókst að skila því til Samskipta daginn fyrir brottför sem var snemma næsta morgun.

Þjóðverjinn sendi í dag kveðju á Facebook-hóp Bjartmars þar sem Bjartmar heldur utan um starf sitt við að endurheimta stolin hjól. Birtir hann meðal annars mynd af frétt DV um málið.

Þjóðverjinn þakkar þar Bjartmari sérstaklega fyrir hjálpina og segir: Ég vil hérna í grúppunni þakka einu sinni enn honum Bjartmari Leóssyni sem var mér svo hjálplegur í fríinu mínu í sumar þegar mótorhjólið mitt fannst.

Þjóðverjinn er hrifinn og undrandi yfir öllum Facebook-tilkynningunum um málið sem hjálpuðu til að finna hjólið og segir: „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar