fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Fókus

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 10:12

Nicole Kidman. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf leikarans getur virst töfrandi að utan, en stjörnurnar ræða sjaldan um áhrifin sem það hefur á þær að taka að sér alvarleg og erfið hlutverk.

Nicole Kidman opnar sig um þetta málefni í hlaðvarpsþætti Marc Maron, WTF With Marc Maron. Hún afhjúpar hvaða áhrif hlutverk hennar í Big Little Lies og The Undoing höfðu á hana, bæði andlega og líkamlega, og segir aukaverkanirnar hafa verið „óhugnanlegar“. Meira að segja eftir að tökum lauk.

Nicole útskýrir að, sérstaklega með þessi hlutverk, verður hún nánast að karakternum.

„Ég upplifði þetta meira að segja í tökum fyrir The Undoing. Ég var allt í einu komin á þennan stað að… Ég upplifði einhvern óróleika í persónuleika mínum, ég var kvíðin og óviss um hver ég væri,“ segir hún.

Nicole fer með hlutverk konu í The Undoing sem er flækt í morðmál eiginmanns síns. Nicole segir að hún hafi orðið „mjög veik“ þegar tökur stóðu yfir.

„Ég var rúmliggjandi í viku, því ónæmiskerfið þitt þekkir ekki muninn á því þegar þú ert að leika og raunveruleikanum,“ segir hún.

Nicole telur að þetta sé algengt meðal leikara en að flestir geta vanið líkama sinn á að vita hvenær þetta er bara leikur. „En það virkar ekki fyrir mig,“ segir hún.

Oftar en ekki líður Nicole líkamlega mjög illa eftir tökur og sefur einnig illa. „Þetta er mjög óhugnanlegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar

Íbúar „kynlífshúss“ segja að Covid sé að eyðileggja orgíurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“

Algeng lygi úr svefnherberginu sem „er skaðleg konum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“