fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 10:12

Nicole Kidman. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf leikarans getur virst töfrandi að utan, en stjörnurnar ræða sjaldan um áhrifin sem það hefur á þær að taka að sér alvarleg og erfið hlutverk.

Nicole Kidman opnar sig um þetta málefni í hlaðvarpsþætti Marc Maron, WTF With Marc Maron. Hún afhjúpar hvaða áhrif hlutverk hennar í Big Little Lies og The Undoing höfðu á hana, bæði andlega og líkamlega, og segir aukaverkanirnar hafa verið „óhugnanlegar“. Meira að segja eftir að tökum lauk.

Nicole útskýrir að, sérstaklega með þessi hlutverk, verður hún nánast að karakternum.

„Ég upplifði þetta meira að segja í tökum fyrir The Undoing. Ég var allt í einu komin á þennan stað að… Ég upplifði einhvern óróleika í persónuleika mínum, ég var kvíðin og óviss um hver ég væri,“ segir hún.

Nicole fer með hlutverk konu í The Undoing sem er flækt í morðmál eiginmanns síns. Nicole segir að hún hafi orðið „mjög veik“ þegar tökur stóðu yfir.

„Ég var rúmliggjandi í viku, því ónæmiskerfið þitt þekkir ekki muninn á því þegar þú ert að leika og raunveruleikanum,“ segir hún.

Nicole telur að þetta sé algengt meðal leikara en að flestir geta vanið líkama sinn á að vita hvenær þetta er bara leikur. „En það virkar ekki fyrir mig,“ segir hún.

Oftar en ekki líður Nicole líkamlega mjög illa eftir tökur og sefur einnig illa. „Þetta er mjög óhugnanlegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla