Oft á tíðum fer af stað skemmtileg umræða á Twitter. Í þetta sinn deila Íslendingar hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana.
Vefhönnuðurinn Egill byrjaði umræðuna með því að deila því sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína.
„Keypti þessar græjur fyrir meirihlutann af fermingarpeningunum mínum. Sprengdi síðan magnarann þegar ég tengdi rafmagnsbassan við þær (í headphone port) til að spila með For Whom the Bell Tolls með Metallica,“ segir hann.
Keypti mér þessar græjur fyrir meirihlutann af fermingarpeningunum mínum. Sprengi síðan magnarann þegar ég tengdi rafmagnsbassann við þær (í headphone port) til að spila með For Whom the Bell Tolls með Metallica.
Hvað keyptuð þið fyrir fermingarpeningana? pic.twitter.com/t0PkWsvQw3
— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) January 11, 2021
Ég lagði þá alla inn á bankabók 😇 tók þá svo út eftir menntaskóla og eyddi þeim í bjór og kebab í Berlín 🤪
— Birta (@birtasvavars) January 11, 2021
Fékk ferð með Norrænu til Norðurlandanna frá mömmu, og fermingarpeningnum var stolið í Danmörku í fyrstu H&M versluninni sem ég fór inn í í lífinu.
— Tinna Eik (@tinna_eik) January 11, 2021
Fyrsta rafmagnsgítarinn minn, sem ég á og nota enn (mynd tekin núna). pic.twitter.com/kCCRHKT3gq
— Orri Tómasson (@orritomasson) January 12, 2021
Sígarettur, landa, grænan jakka úr vinnufatabúðinni, hermannaklossa, iscola
— Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) January 11, 2021
Eitt svona eðal tæki sem og glæsilega abstrakt mynstraður svefnsófi pic.twitter.com/nwB0e9TIXX
— Silja Ragnarsdóttir (@Silja_Ragnars) January 11, 2021
Fór inná einhvern læstan reikning ásamt blaðburðapeningum og basicly allri annarri innkomu, keypti mér síðan íbúð tuttugu og tveggja pic.twitter.com/QFsWgr4qba
— Liljar Þorbjörnsson (@liljarmar) January 11, 2021
Hlutabréf í Kaupþingi
☹️☹️☹️☹️☹️☹️☹️
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) January 11, 2021
Gengu upp í þennan rúmlega 2 árum seinna pic.twitter.com/zNQcRWvvat
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) January 11, 2021
Tölvu með Pentium örgjörva, SoundBlaster hljóðkorti og fleiru sem var nýjast og best á þeim tíma.
— Guðfinnur (@godfinds) January 11, 2021
Ég lánaði pabba fyrir fermingarveislum í minni. Fékk það svo borgað tilbaka með fyrstu fótbolta ferðinni minni á QPR-Liverpool um haustið, Liverpool tapaði 3-2
— Gústi (@gustichef) January 12, 2021
*blásaryk*
Þessa gersemi keypti ég fyrir alla fermingapeningana og fyrsta launaseðilinn í unglingavinnunni.
Þetta varð neistinn sem tendraði leiðina að framtíðaráformum mínum. pic.twitter.com/2M9u6NYip9— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) January 11, 2021
Ég fékk Technics hljómtækjastamstæðu í fermingargjöf. Ekkert annað skipti máli, hvorki þá né síðar.
— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) January 11, 2021
Tók þá all út og keypti mér saumavél í Pfaff. Á hana enn. 🪡🧵
— Nína Richter (@Kisumamma) January 11, 2021
Ég keypti þetta Sony cfs 55 útvarpskassettutæki í Japis á horni Austurstrætis og Lækjargötu.
Var búinn að skoða það í marga mánuði fyrir ferminguna. pic.twitter.com/39FZc4CAbm— Magnús (@Magns1) January 11, 2021
Plataði bróðir minn að skutla mér í Tómstundahúsið þegar ég vissi að allir voru mættir og fékk mér fjarstýrðan bensinbíl. Foreldrar mínir voru ekki ánægð með mig.
— Hermann Hermannsson (@HermannHerman10) January 11, 2021