fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Binni Glee opnar sig um þyngdaraukningu og fordóma – „Frænka mín bókstaflega skrifaði [þetta]“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. ágúst 2021 15:30

Binni Glee.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, opnar sig um fitufordóma sem hann hefur orðið fyrir eftir að hann þyngdist nýlega.

Binni Glee byrjaði á ketó í lok árs 2019. Hann var duglegur að leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með árangri sínum og í júlí 2020 greindi hann frá því að hann hafði misst um 50 kíló.

Raunveruleikastjarnan er frá Akureyri en flutti til Reykjavíkur í vor. Hann segir að síðan þá hafi matarfíkn hans aftur gert vart við sig og hefur hann þyngst um 30 kíló. Binni opnar sig um þetta á Twitter.

„Ég er svo fkn þreyttur á fitufordómum sem ég finn fyrir í lífinu, frá bæði fjölskyldu minni og öðrum. Það er svo margt sem spilar inn í, eins og til dæmis matarfíkn sem ég hef glímt við í mörg ár og svo þunglyndi,“ segir Binni.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég búinn að þyngjast um 30 kg síðan ég flutti suður. Matarfíknin „kikkaði“ mjög fljótt inn og ég er búinn að vera sjúklega þunglyndur og bara ekki ég sjálfur. Mér finnst þetta bara svo leiðinlegt því það lætur mér líða enn verr og allt sem ég var búinn að afreka í þyngdartapinu fór í ruslið. Ég veit alveg að sumir eru að reyna að hjálpa en það er hægt að segja hlutina öðruvísi.“

Binni rifjar upp ummæli frá fjölskyldumeðlim sem særðu hann.

„Frænka mín bókstaflega skrifaði við mynd af mér sem mamma deildi: „Brynjar is so fat, take care of it.“ Skilurðu, er ekki í lagi???“

„Mér var einu sinni sama þegar fólk var að drulla yfir ketó en það var bókstaflega það eina sem hélt mér gangandi, lét mér líða vel og hjálpaði við matarfíknina. En svo voru auðvitað nokkrir sem eyðilögðu það fyrir mér og núna líður mér 100% verr. Ætla aldrei að hlusta á fólk aftur,“ segir hann.

„Viðurkenni, ég þarf hjálp en eina sem ég heyri í kringum mig er neikvætt. Annars líður mér aðeins betur í dag og er byrjaður aftur á ketó og ætla að vinna í mínum málum. Ég gat það einu sinni og ég get það aftur.“

Fjöldi netverja hafa lýst yfir stuðningi við Binna og sent honum fallegar kveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“