fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Fókus

Fyrirsætan er komin með nóg eftir öll framhjáhöldin – Nú vill hún byrja með „venjulegum“ manni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 21:30

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Danii Banks, sem er 31 árs gömul, er komin með nóg af því að eiga ríka kærasta. Hún segist hafa fallið oft fyrir íþróttamönnum, fyrirsætum og öðrum mönnum sem eiga nóg af peningum en kærastar hennar virðast ekki geta haldið sér frá því að halda framhjá henni.

„Ég komst að því að þeir væru að halda framhjá mér því aðrar konur höfðu samband við mig og létu mig vita. Ein af þeim sýndi mér meira að segja mynd af sér sem hún tók í íbúðinni sem ég og kærastinn minn áttum á þeim tíma. Svo fann ég smokkaumbúðir og bíómiða út um húsið,“ segir Danii í samtali við Jam Press en DailyStar fjallaði um málið.

Hún segir að framhjáhaldið hafi látið henni líða virkilega illa og nú vill hún breyta út af vananum. „Það lét mér líða eins og ég væri ljót og einskis virði, þetta ruglar mann virkilega í hausnum,“ segir hún. „Í smá tíma var ég á botninum – það er ástæðan fyrir því að núna vill ég bara venjulegan mann.“

Nú er Danii að leita sér að rétta manninum, „venjulega“ manninum en hún óttast að ferillinn og fáklæddar myndir sem hún birtir gætu hrætt menn frá því að hafa samband við hana. „Ég er ekki á móti því að vera með venjulegum manni en ég held að venjulegir menn myndu ekki vilja vera með mér. Kannski vill ég bara mann sem er til staðar fyrir mig. Í lok dags þá vil ég bara eiga venjulega fjölskyldu og lifa venjulegu lífi, svona nokkurn veginn.“

Danii segist hafa fengið innblástur frá foreldrum sínum sem hafa verið gift í nokkra áratugi. „Foreldrar mínir eru búin að vera gift í 47 ár, öll fjölskyldan mín er svoleiðis – full af ást og engir skilnaðir. Ég held bara að ég geti ekki fengið það sama vegna þess hvernig ég lifi lífinu. Ég vil það samt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýir tímar hjá tónlistarmanninum sem áður var þekktur sem Kanye West

Nýir tímar hjá tónlistarmanninum sem áður var þekktur sem Kanye West
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta ástæðuna fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti

Segir þetta ástæðuna fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti
Fókus
Fyrir 3 dögum

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð

Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofuð