fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fókus

Sigga Dögg fór á nektarklúbb þar sem fólk stundaði kynlíf – „Tott í einni gufunni, kelerí í pottinum, fróun í saununni og sleikur í sundlauginni“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fór í nektar-klúbb eða nektar-baðhús í Verona á Ítalíu. Frá þessu deilir hún í færslu sem birtist á Instagram síðu sinni í dag. Hún segir að í baðhúsinu hafi fólk mátt stunda kynlíf, og hún varð vitni að því.

„Gvuðminnalmáttugur hvað það er mikið frelsi í nekt! Já í nekt! Ég fór sumsé í spa hér í Verona því þessi ferð er smá rannsóknarleiðangur. Eftir 2 mínútur í spa-inu hætti nektin að vera vandræðaleg, hvað þá kynferðisleg! Og samt var ég stað þar sem það mátti stunda kynlíf. Já þú last það rétt, þetta var -þannig- spa.“

Sigga lýsir baðhúsinu nánar. Þarna hafi verið fjölbreyttur hópur fólks sem var í sundi, saunabaði, gufu eða heitum potti að stunda kynlíf. Til að mynda hafi hún séð tott í gufubaði, og fróun í saunabaði. Á meðan hafi rómantísk popptónlist hljómað í eyrum gestanna.

„Bara allsbert fólk í sundi, saunu, gufu og pottinum sem köstuðu á hvort annað kveðju sem fylgdi fallegt bros. Fólk af öllum stærðum og gerðum, allskonar aldri. Ekkert nema virðing og næsheit. Og tott í einni gufunni, kelerí í pottinum, fróun í saununni og sleikur í sundlauginni. Hugljúf rómantísk popp tónlist hljómaði um staðinn, það var boðið upp à mat (sem maður borðaði með handklæði utan um sig) og svo var bara spjall og slökun og þrykking í þartilgerðum herbergjum.“

Þá tekur Sigga fram að einn maður hafi verið var óþægilega ágengur við sig, en hún hafi afþakkað og hann látið sig vera eftir það. Þá hafi starfsfólkið verið vel á verði.

„Einn gaur var óþægilega ágengur við mig en ég afþakkaði og hann lèt mig vera eftir það. Starfsfólkið var alltaf til staðar og tékkaði oft hvort ekki væri allt í lagi.“

Í lok færslu sinnar segir hún að það hafi komið sér á óvart hversu „ó-erótísk“ upplifunin hafi verið, en þarna hafi verið margar óskrifaðar reglur. Hún segist hafa áhuga á að heimsækja fleiri klúbba sem þennan, og segist ekki skilja hvers vegna svona sé ekki á Íslandi

„Þetta var furðulega ó-erótísk upplifun þar sem mér sýndust vera margar óskrifaðar kurteisis- og leikreglur. Eins og hver er með hverjum og hver à frumkvæðið og í hvaða takti hlutir gerast. Ég ætla að reyna að taka út fleiri klúbba á meðan ég er hér en ég verð að segja að mér er það gersamlega fyrirmunað að skilja afhverju það sé ekki amk. einn svona klúbbur á Íslandi?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta segist „afmynduð til frambúðar“ eftir fegrunaraðgerð

Ofurfyrirsæta segist „afmynduð til frambúðar“ eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“

Ragnhildur Steinunn gerði allt vitlaust er hún bjó til aðganginn – „Vinsælasta stúlkan þakkar góðar móttökur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Syngjandi viðskiptavinur slær í gegn í Álfaborg – „Þvílíkur meistari!“

Syngjandi viðskiptavinur slær í gegn í Álfaborg – „Þvílíkur meistari!“