fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Fókus

Svona gæti andlitið á þér verið að gefa vísbendingu um að þú sért til í skyndikynni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 18:30

Eitt af því sem konur þola ekki er karlmenn sem neita að nota smokk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt sérfræðingum er mögulegt að sjá á fólki hvort það sé til í einnar nætur gaman. The Sun greinir frá´.

Karlmenn sem hafa lengri andlitsdrætti og stór augu og konur með grönn andlit og minni augu eru talin vera lausari í árinni.

Rannsókn sem fór fram í Ástralíu fór þannig fram að gagnkynhneigt fólk var spurt hversu viljugt það væri í að stunda skyndikynni.

Myndir voru teknar af öllum þátttakendum og látnar ganga á milli þeirra. Þetta var gert í því skyni að sjá hvort það væri hægt að sjá frá útlitinu einu að manneskja væri til í skyndikynni.

Karlmenn töldu í mörgum tilvikum, ranglega, að fíngerðari andlitsdrættir og varir á konum þýddu að þær væru frekar til í einnar nætur gaman.

Þetta þýðir að karlmenn gætu ómeðvitað verið að leita af þessum útlitseinkennum þegar þeir eru að leita sér af félaga í skyndikynni, en þetta þýðir þó ekki að það sé rétt metið hjá þeim.

„Þetta kom okkur á óvart. Getan að geta dregið ályktanir af útliti gæti hjálpað mönnum sem eru að leita sér af styttri samböndum og þeim sem eru síðan á móti að leita af einhverju lengra og alvarlegra,“ segir prófessorinn Ian Stephen sem kom að rannsókninni.

„Þegar við erum í makaleit þá gætum við verið að leita eftir mismunandi hlutum. Stundum gætum við verið að leitast eftir langtíma sambandi, en á öðrum stundum af stuttu ástarsambandi. Við ákváðum að kanna hvort fyrirætlanir fólks sjáist af andlitum þeirra.“ 

Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að konur séu mjög góðar í að meta hvort menn séu aðeins á höttunum eftir skammtíma samböndum.

„Þetta er góður hæfileiki til að búa yfir, þar sem hann gerir konum fært að taka ómeðvitaða ákvarðanir um hvaða menn henti þeim eftir því hverju þær eru að leita af.“ 

Rannsakendur uppgötvuðu líka að tölvur gátu gert frekar nákvæma spá um hvað karlmenn væru á höttunum eftir bara með því að greina á þeim andlitin.

„Við teljum að þetta bendi til þess að testósterón hormónið spili hér hlutverk,“ segir Joe Antar einn af höfundum rannsóknarinnar.

„Meira magn af testósteróni tengist karlmannlegri andlitsdrætti og týpískri karlmanns-hegðun eins og áhuga á styttri samböndum án skuldbindingar. Þar sem testósterónið spilar minna hlutverk í líffræði konunnar gæti þetta einnig skýrt hvers vegna fyrirætlanir um ástarsambönd virðist ekki sjást eins vel í andlitum kvenna.“ 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá meðal-andlit karla og kvenna til vinstri og til hægri má sjá andlitsdrætti sem gætu bent til vilja til skyndikynna.

Rétt er að taka þó fram að þó að andlitsdrættir geti gefið vísbendingu, líkt og ofangreind rannsókn sýnir fram á, þá þarf alltaf að fá samþykki og muna að enginn skuldar þér að segja já við viðreynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf