fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ótrúlega hárprúður fyrirburi slær í gegn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 16:00

Mynd/LadBible

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaxon-James Ayers fæddist átta vikum fyrir tímann. Hann kom ekki aðeins foreldrum sínum á óvart með því að koma fyrr í heiminn heldur einnig með því að fæðast alveg ótrúlega hárprúður.

Jaxon-James er þriggja mánaða í dag og hefur hár hans vaxið með ótrúlegum hraða, ekki aðeins á höfðinu heldur um allan líkama.

Jaxon-James er með sjaldgæfan sjúkdóm sem nefnist insúlín mótspyrna (e. hyperinsulinism). Hann þarf að taka lyf við sjúkdómnum og ein aukaverkunin er aukinn hárvöxtur sem þýðir að hann sé með mun meira hár en jafnaldrar sínir.

Móðir hans, Shannon Ayres, segist elska að sýna hárprúða drenginn sinn en viðurkennir að viðbrögðin sem hún hefur fengið við myndunum af Jaxon-James á samfélagsmiðlum hafa komið henni á óvart. LadBible greinir frá.

Því miður voru ekki allar athugasemdirnar jákvæðar en nokkrir netverjar sökuðu Shannon um að breyta myndunum í myndvinnsluforriti.

„Ég bjóst alls ekki við því að myndirnar af honum myndu slá svona í gegn […] Ég er stundum sökuð um að teikna á hann augabrúnir og að nota „filter“ fyrir harið hans. Í fullri hreinskilni þá finnst mér það bara fyndið. En viðbrögðin eru yfir höfuð jákvæð,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki