fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Sagan endurtekur sig: MORFÍs úrslitin og hinar vitlausu tilkynningarnar – Sigmundur Davíð, Óskarinn og fegurðarsamkeppni

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 18. júní 2021 22:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn fóru fram úrslit MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, en úrslitin vöktu mikla athygli þar sem vitlaus sigurvegari var tilkynntur. Flensborgarskólinn fékk að njóta vímunnar af sigrinum í um hálfa mínútu áður en Ingvar Þóroddsson, oddadómari úrslitanna, steig aftur í pontuna og sagðist hafa gert mistök. Í kjölfarið var Verzlunarskólinn tilkynntur sem sigurvegari MORFÍs 2021.

Liðsmenn Flensborgarskólans og aðrir nemendur skólans voru eðlilega reiðir og sárir eftir mistökin en samkvæmt öruggum heimildum blaðamanns er engin stríðsöxi á lofti milli skólanna í dag. Eftir úrslitin skemmtu bæði lið sér saman í heimahúsi og gerðu það fram undir morgun.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem oddadómari veldur því að vitlaust lið fagnar sigri í MORFÍs. Árið 2005 kepptu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Verzlunarskóli Íslands í úrslitum MORFÍs. Liðin höfðu keppt í úrslitum 9 árum áður og þá sigraði FB.

Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari var þá oddadómari og hélt eina frægustu oddadómararæðu í sögu MORFÍs. Áður en hann tilkynnti úrslitin spurði hann: „Endurtekur sagan sig?“ og átti þá við hvort FB myndi vinna Verzlunarskólann aftur.

„Sagan endurtekur sig…“ sagði Jóhann og nemendur FB fögnuðu ákaft áður en Jóhann náði að klára setninguna. „EKKI, sagan endurtekur sig ekki,“ sagði hann og þá byrjaði Verzlunarskólinn að fagna sigrinum.

Það er þó víst að sagan endurtekur sig þegar kemur að vitlausum tilkynningum á úrslitum. Nefna má það til dæmis þegar Höskuldur Þórhallsson var tilkynntur sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins árið 2009. Mistökin komu síðan í ljós en Sigmundur Davíð hafði fengið fleiri atkvæði en Höskuldur og var því krýndur formaður stuttu síðar.

Þá muna eflaust margir eftir vitlausu tilkynningunni á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2017 þegar það var tilkynnt um verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina. Warren Beatty sagði að La La Land hefði unnið verðlaunin enda hafði hann fengið vitlaust umslag. Á meðan teymið sem gerði La La Land fagnaði sigrinum kom það upp að mistök hefðu átt sér stað.

Annað eftirminnilegt atvik er þegar sjónvarpsmaðurinn Steve Harvey tilkynnti um rangan sigurvegara á Miss Universe árið 2015. Steve sagði að Miss Colombia hefði farið með sigur af hólmi en skömmu síðar var niðurstaðan dregin til baka. Miss Philippines var réttmætur sigurvegari og var því krýnd sem slíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt