fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Petra lætur áhrifavalda fá það óþvegið – „Mér finnst þetta sjálfselskt og alveg út í hött“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 17:30

Mynd/Getty/Frítíminn.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stundum mætti bara halda að [áhrifavöldum] sé alveg sama um hvernig öðrum líður. Mér finnst þetta sjálfselskt af þeim og alveg út í hött og ekkert annað,“ segir Petra Baldursdóttir, 22 ára, í pistli sem birtist á Frítíminn.is.

Petra er námsmaður við Háskóla Íslands og tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2017.

Í pistlinum ræðir hún um áhrifavalda og neikvæðu áhrifin sem þeir hafa á íslensk ungmenni að hennar sögn. Hún segir að það séu áhrifavaldar sem valda mestum kvíða hjá ungmennum í dag og þrátt fyrir það sem þeir halda þá hafa þeir ekki góð áhrif á ungu kynslóðina. Eins og að sýna einhverja glansmynd af lífinu þegar raunveruleikinn er annar eða sýna stöðugt myndir af nýjum tískuvörum sem fengnar eru með samstarfi sem stór hluti fylgjenda hefur ekki efni á.

„Það er rosalega erfitt að vera ungmenni í dag og mun meira um að ungmenni séu að fá sálfræðihjálp einfaldlega vegna þess að foreldrar eru ekki að ná utan um að hjálpa þeim því ungmennin eru orðin svo óörugg og með lítið sjálfstraust,“ segir Petra.

„Það er ekki eðlilegt sem unglingur að vera með lítið sjálfstraust og það fer minnkandi með deginum vegna þess að áhrifavaldar láta þeim líða svona.“

Hefur meiri áhrif á stelpur

Petra segir að stúlkur verði fyrir mun meiri áhrifum af samfélagsmiðlum en strákar. „Alla vega sýna stelpurnar það miklu meira að þær séu sjálfsóöruggar og þess háttar heldur en nokkurn tíma strákar,“ segir hún. Hún bætir einnig við að það séu fleiri kvenkyns áhrifavaldar en karlkyns og ungar stúlkur líta upp til þeirra.

„Þetta er að mörgu leyti svo falsað hjá þessum áhrifavöldum að við eldra fólkið erum ekki einu sinni að skilja þetta. Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að stoppa þetta og reyna að kenna þessum áhrifavöldum að sýna frekar hver raunin er, ekki falsa þetta til að líta betur út fyrir „like-in“, því þetta er að kenna yngri kynslóðum svo vont fordæmi því þetta er ekki heilbrigt eins og þetta er í dag.“

Erfitt fyrir foreldra

Petra segir að það hljóti að vera erfitt fyrir foreldra að reyna að halda utan um samfélagsmiðla barnanna sinna og samskiptin sem þar fara fram.

„Foreldrar eru að reyna að standa sig sem best í þessu öllu saman og vera til staðar fyrir börnin sín. En svo getur það verið erfitt líka ef þau glíma við fjárhagslega erfiðleika því að öll þessi tíska hjá ungmennum í dag er eitthvað sem áhrifavaldar eru að sýna og er dýrt en áhrifavaldar eru að fá þetta frítt. Þetta getur valdið foreldrum vanlíðan og erfiðleikum því að barnið þeirra vill hitt og þetta en þau eiga ekki efni á því,“ segir Petra og spyr hvernig það sé hægt að hjálpa foreldrum að kljást við þennan vanda.

Að lokum segir hún: „Stundum mætti bara halda að [áhrifavöldum] sé alveg sama um hvernig öðrum líður. Mér finnst þetta sjálfselskt af þeim og alveg út í hött og ekkert annað.“

Þú getur lesið pistillinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla