fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. júní 2021 21:30

Skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu opnaði Finnsson-fjölskyldan veitingastaðinn Finnson Bistro í Kringlunni, í sama plássi og Cafe Bleu var áður. Staðurinn nýtur strax á fyrstu dögum sínum gífurlegra vinsælda enda segir fjölskyldufaðirinn, Óskar Finnsson, að það hafi vantað fínan stað í 104-póstnúmerið.

Auk Óskars standa eiginkona hans, María Hjaltadóttir, og börn þeirra, Klara og Finnur, að rekstrinum.

Fjallað var um þetta verkefni í þættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. 

Arnar á þar einlægt viðtal við Óskar sem hefur sýnt mikið æðruleysi og hugarstillingu í veikindum sínum en hann er með fjórða stigs krabbamein. Hann segir að æðruleysisbænin hafi hjálpað honum að stilla fókusinn:

„Æðruleysisbænin er skýr: Það eru sumir hlutir sem við getum breytt og aðrir ekki – við þurfum vit til að greina þarna á milli. Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli en það eru ákveðnir hlutir sem ég get gert. Og ég hef þá í lagi. Ég passa mataræðið mitt, ég hreyfi mig, ég held mig innan um jákvætt og skemmtilegt fólk til þess að mér líði betur. Þannig að ég breyti því sem ÉG get breytt. Svo eru bara hlutir sem ég get ekki breytt og ég get ekki eytt mínum dögum í að vorkenna sjálfum mér. Það þjónar engum tilgangi. Ég get ekki breytt því. Ég er þakklátur að fá tækifærit til að byggja upp svona með fjölskyldunni. Þau verða hérna áfram,“ segir Óskar.

Veitingastaðurinn hefur átt athygli Óskars undanfarið og hann setur veikindin til hliðar í huganum:

„Lífið heimsækir okkur öll og við fáum öll okkar verkefni. Það skiptir bara öllu máli hvernig við tökumst á við þau. Ég þakka guði fyrir að börnin mín og konan mín eru heilbrigð. Hvernig ætlarðu að tækla verkefnið? Ég tók bara þá ákvörðun að ég ætlaði að nota hvern einasta mánuð sem ég á í jákvæðni og hafa gaman af þessu. Að fá að taka þátt í þessu síðustu mánuði hefur verið ævintýri líkast. Ég vakna við jákvæða hugsun á morgnana og ég sofna með jákvæða hugsun á koddanum,“ segir Óskar enn fremur en þáttinn má sjá hér. Viðtalið Óskar er aftast í myndbandinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu

Druslugangan er á laugardag – Sjáðu myndir frá Pepp-kvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður

Víðir er þreyttur, bugaður, fúll, pirraður og leiður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu