fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Fókus

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. júní 2021 09:30

Meghan og Harry á góðri stundu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Levin, höfundur bókarinnar Harry: Biography of a Prince, telur að Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sé að senda dulin skilaboð í bókinni sinni sem kom nýverið út.

Bókin sem um ræðir, The Bench, er barnabók en hún hefur verið mikið í umræðunni í Bretlandi síðan hún kom út. Angela ræddi um þessi duldu skilaboð við fréttakonuna Kay Burley í Sky News.

Það var ein blaðsíða sem vakti sérstaka athygli Angelu en á þeirri blaðsíðu má sjá faðir í herbúning að halda á barninu sínu á meðan móðirin horfir grátandi á feðgana út um gluggann. Mynd af blaðsíðunni sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.

Skjáskot af myndinni úr bókinni sem um ræðir.

Faðirinn er rauðhærður og svipar nokkuð til Harry bretaprins en Harry var einmitt sjálfur í breska hernum í 10 ár. Faðirinn á myndinni er þó í búning bandaríska hersins og Angela telur að með því sé Meghan að senda dulin skilaboð.

„Hann er augljós eftirmynd af Harry prins, rauðhærður með syni sínum, og hann klæðist búning bandaríska hersins. Er eitthvað annað í gangi þarna? Er hann að segja „ég vil ekki lengur vera breskur“? Eru þetta mistök því þau héldu að svona væru breskir karlmenn þegar þeir eru í hernum? Þessi mynd felur í sér dylgjur og duldar meiningar,“ segir Angela.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum

Klikkaðar reglur sem kærastinn heimtaði að hún færi eftir í háskólanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum

Áhugaverðar niðurstöður um kynlífshegðun Íslendinga – Kynlíf á skrifstofum og í flugvélum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan

Britney Spears hætt á Instagram – Þetta er ástæðan