fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Ánægð með „nýju píkuna“ og tilbúin í kynlíf – „Ég sýndi vinkonu minni og hún varð agndofa“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Alves er búin að jafna sig eftir kynleiðréttingaraðgerðina og er nú tilbúin að stunda kynlíf í fyrsta sinn með píkunni sinni, en hún ætlar þó ekki að gera það með hverjum sem er.

Jessica varð fyrst þekkt á samfélagsmiðlum og raunveruleikasjónvarpi sem mennska Ken-dúkkan, en það var áður en hún steig fram sem trans kona.

Allt í allt hefur hún eytt um 130 milljónum króna í ýmsar aðgerðir til að breyta útliti sínu síðustu tuttugu árin.

Jessica kemur frá Brasilíu en er búsett í London og varð þekkt í kjölfar þess að hún kom fram í sjónvarpsþáttum um lýtaaðgerðir og kom hún einnig fram í þáttunum Celebrity Big Brother árið 2018.

Jessica er 37 ára gömul og fór í sína fyrstu lýtaaðgerð 17 ára.

Fyrir tveimur árum greindi hún opinberlega frá því að hún er trans kona. Síðan þá segir hún að fjölmargir samfélagsmiðlanotendur hafi sett sig í samband við hana og boðið henni allt að 2,7 milljónir fyrir kynlíf.

Nú eru þrír mánuðir liðnir síðan Jessica lauk kynleiðréttingarferlinu og hefur hún náð fullum bata eftir aðgerðina. Hún er því tilbúin að verða aftur virk kynferðislega.

Hún kveðst þó vera að bíða eftir aðila sem hún nær vel saman við og er í leit að dýpra sambandi en einnar nætur gaman.

Hún segir draumaprinsinn ekki þurfa að vera fullkominn en hann megi þó ekki líta á hana sem einhvers konar blæti til að fullnægja.

„Þetta verður alveg ný upplifun svo ég vil að þetta verði einstakt,“ sagði hún í samtali við The Sun.

„Ef ég finn ekki rétta aðilann ætla ég að vera óspjölluð áfram. Ég mun ekki fara á krá til að finna mann og draga hann með heim. Ég ætla ekki að vera með manni bara vegna þess að hann er myndarlegur. Mér verður að finnast ég örugg og hann þarf að skilja að ég er óspjölluð svo það þarf að fara gætilega að mér,“ sagði hún.

„Ég er ekki með sérstakar útlitskröfur, hann þarf ekki að vera myndarlegasti maður í heimi, hann þarf ekki að vera fullkominn eða einhver draumaprins. Ég vil bara karlmannlegan mann sem er sjálfsöruggur, kemur vel fram við mig, elskar líkama minn og vill njóta ásta með mér og snerta mig. Ég vil einhvern sem er tilbúinn að leiða mig á almannafæri, kynna mig fyrir fjölskyldu sinni og stofna fjölskyldu með mér einhvern tímann í framtíðinni.“

Jessica hefur leitað á náðir Tinder í makaleitinni og segir það hingað til hafa verið ánægjulega reynslu, þó svo að margir neiti því að trúa að hún sé í raun og veru Jessica Alves.

„Margir spyrja: Ert þetta þú í alvöru eða er þetta gerviaðgangur? og svo tilkynna þeir aðganginn minn, þeir halda að ég sé gervi, en þetta er í raun og veru ég! Ég er bara búin að spjalla við fólk og hef enn ekki hitt neinn. Þetta er spurning um sjálfstraust hjá mér sem hefur aukist mikið því ég fæ mikið af hrósum.“

Jessica er þó ekki hætt að fara í lýtaaðgerðir en á fimmtudag fer hún í brjóstastækkun til að breyta brjóstum sínum úr DD skálum yfir í GG.  Hún mun halda til Brussel í Belgíu í þeim tilgang.

„Ég er stór kona – ég er með breitt bak og herðabreið svo ég þarf stærri brjóst, þau verða tvöfalt stærri en þau eru núna. Þessi sem ég er með núna líta bara vel út þegar ég er í stuðningsbrjóstahaldara sem þrýstir þeim saman, án hans hanga þau langt niður með stóru bili á milli þeirra.“

Læknirinn sem framkvæmir aðgerðina hefur þróað með sér aðferð sem gerir það að verkum að eftir aðgerðina mun Jessica að líkindum ekki þurfa á brjóstahaldara að halda í framtíðinni. Innblásturinn að stærri barminum fékk hún frá fyrrum Playboy-kanínunni Önnu Nicole Smith.

„Þegar ég var um 14 ára gömul elskaði ég útlitið hennar, hún var með blásið hár og mjög fín með falleg brjóst og bara almennt sláandi falleg. Ætli þetta hafi ekki allt byrjað þar. Ég elskaði línurnar hennar Önnu, hvað hún var kvenleg og hvað hún var alltaf fín.“

Jessica er mjög ánægð með píkuna sína og segir það ekki sjást að hún hafi ekki verið þarna síðan hún fæddist.

„Nú er ég 100 prósent búin að ná mér eftir leiðréttinguna, ef þú skoðar á mér píkuna eru engin ör og þú myndir aldrei átta þig á að eitthvað hafi verið gert þarna – hún er eins og líffræðileg píka. Ég sýndi vinkonu minni og hún varð agndofa. Hún trúði ekki eigin augum og sagði að píkan mín væri nákvæmlega eins og aðrar píkur“

Nú eftir að leiðréttingarferlinu er lokið líður Jessicu loks eins og hún sé í réttum líkama.

„Áður var það alltaf innst í huga mér að ég væri ekki alveg orðin kona því ég var enn með karlkyns kynfæri. Mennirnir sem laðast að mér eru gagnkynhneigðir menn sem laðast að konum, því það er það sem ég er – kona. Þegar ég var með karlkyns kynfæri fannst mér eins og ég væri einhver blætis-dúkka og fannst enginn vilja vera á föstu með mér. Ég hafði áhyggjur af því að karlmenn væru bara á höttunum eftir kynlífi en það er ekki það sem ég vildi. Ég er enn hrein mey og hef enga kynlífsreynslu en það er ekki það sem skiptir mig mestu máli núna. Ég hef nægan tíma og ég vil bíða eftir réttu manneskjunni. Ég vil missa meydóminn minn með einhverjum sérstökum, ég ætla ekki að fórna honum fyrir hvern sem er bara í þeim tilgangi að ríða á vaðið.“

Frétt The Sun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar