fbpx
Laugardagur 24.júlí 2021
Fókus

Nágrannaerjur vegna kynlífshljóða – „Af hverju er konan að öskra“ spyr 5 ára barnið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kannast eflaust margir við nágranna sem stunda kynlíf reglulega og með miklum hávaða og látum. Yfirleitt leiðir fólk slíkt hjá sér og einbeitir sér að öðru en það var ekki raunin í fjölbýlishúsi nokkru. 

Í færslu á Reddit greinir maður nokkur frá því að hann hafi sett upp miða á hurðina hjá nágrönnum sínum eftir að hafa heyrt miklar stunur og læti frá íbúðinni þeirra. „Það að búa í fjölbýlishúsi þýðir að þú ert nær nágrönnum þínum en gengur og gerist,“ segir á miðanum sem maðurinn hengdi á hurðina.

„Ég gæti búið á allt öðru svæði í byggingunni okkar en ég myndi samt heyra í ykkur stunda þetta háværa kynlíf. Ekki misskilja mig, ég er mjög ánægður að kynlífið ykkar er svona frábært en ég held að ég tali fyrir marga í byggingunni þegar ég bið ykkur um að hafa aðeins lægra.“

Maðurinn ákvað svo að líma USB lykil með miðanum en á honum var upptaka af kynlífshljóðunum til sönnunar fyrir parið. „Ég vorkenni þeim sem búa alveg við hliðina á ykkur,“ segir svo á miðanum. „Ég get ekki sagt að ég njóti þess sérstaklega þegar 5 ára dóttir mín spyr mig: Af hverju er konan að öskra?“

Að lokum biður maðurinn fólkið í íbúðinni vinsamlegast um að vera vakandi fyrir því hve mikill hávaðinn er. „Hvort sem þið eruð að stunda kynlíf saman eða með sjálfu ykkur. Ég dæmi ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna

Sjáðu myndina: Kim Kardashian „óþekkjanleg“ eftir útlitsbreytinguna
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Adele sögð vera komin með nýjan kærasta

Adele sögð vera komin með nýjan kærasta
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fjölkær eiginmaður sakaður um að hafa heilaþvegið eiginkonurnar – „Föstudag fram á sunnudag skiptumst við á“

Fjölkær eiginmaður sakaður um að hafa heilaþvegið eiginkonurnar – „Föstudag fram á sunnudag skiptumst við á“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gifti sig og fékk holskeflu ljótra athugasemda – „Af hverju í andskotanum myndirðu giftast einhverri eins og henni?“

Gifti sig og fékk holskeflu ljótra athugasemda – „Af hverju í andskotanum myndirðu giftast einhverri eins og henni?“