fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Reið móðir kom að henni í sólbaði – „Þetta er mjög lítið bikiní“

Fókus
Þriðjudaginn 4. maí 2021 15:45

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Savannah Sims var í sólbaði á strönd í Hawaii þegar fjölskylda mætti á svæðið og settist niður í nálægð við hana. Móðirin í fjölskyldunni var allt annað en sátt með sundfatnaðinn sem Savannah klæddist en um var að ræða grænt bikiní sem flestum myndi líklega finnast afskaplega eðlilegt.

Á meðan Savannah lá í sólbaði heyrði hún konuna segja að sundfötin sem hún klæddist væru „ekki í lagi“. Stuttu seinna kom konan til hennar og bað hana um að yfirgefa ströndina.

Savannah segir frá þessu í myndbandi sem hún deildi á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún segist hafa ákveðið að fara af ströndinni því hún vildi ekki að vandamálið yrði stærra. „Þetta var versta upplifunin mín hér á Hawaii,“ segir Savannah í myndbandinu sem hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlinum.

„Hún byrjar að segja við kærastann sinn: „nei ég lét ekki bjóða mér upp á þetta“ og „þetta finnst mér ekki vera í lagi“. Ég leit upp og sá að hún var að horfa á mig svo ég spurði hvort það væri eitthvað vandamál. Hún sagði að hún vildi ekki sjá rassinn minn eða einkastaðina mína,“ segir Savannah og tekur fram að hún hafi meira að segja legið á bakinu svo hún gat ekki séð rassinn hennar.

Savannah sýnir svo hvernig sundfötin sem um ræðir líta út. „Frekar andskotans eðlilegt er það ekki?“ spyr hún og fjölmargir taka undir í athugasemdunum. „En þetta er á ströndinni, við hverju bjóst hún?“ segir til að mynda einn notandi á samfélagsmiðlinum. „Þú hefðir átt að vera þarna áfram, þú gerðir ekkert rangt,“ segir annar. „Þarna hefðirðu bara átt að setja á þig sólgleraugun og hunsa þau. Þau eiga bara að hugsa um sinn eigin rass,“ segir svo enn annar.

Þó voru einhverjir á sama máli og konan, að bikiníið sé of lítið. „Ég get alveg ímyndað mér að frá ákveðnum sjónarhornum sé hægt að sjá aðra hluti líka,“ segir til dæmis einn. „Þetta er mjög lítið bikiní,“ segir svo annar.

@savysimsyo🙄 Ik tourists can be a lot when you live in a ##hawaii , but keep in mind that the world isn’t yours, it’s to be shared ##sharing ##fyp ##respect ##love♬ original sound – Savannah Sims

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“