fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Fókus

Magnús um lagavalið fyrir umtöluðu NOVA auglýsinguna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 10:45

Magnús Árnason er einn áhrifamesti og farsælasti markaðsmaður landsins segir það upplifun of margra að auðveldara sé að tryggja sér rétt á erlendri tónlist í auglýsingar frekar en innlendri. Hann ræðir þetta og fleira sem tengist tónlist í markaðsstarfi við Einar Bárðarson í nýjasta þætti hlaðvarðsins „Öll Trixin“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Árnason er einn farsælasti markaðsmaður landsins. Hann er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar  í hlaðvarpsþættinum „Öll trixin.“ Magnús er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunnar hjá NOVA. Í þættinum ræða þeir notkun á tónlist í markaðstarfi. Magnús ræðir meðal annars um tónlistina í frægu Nova auglýsingunni, Allir með úr.

Í auglýsingu NOVA Allir með úr, sem hefur vakið mikla athygli, segir Magnús að hann hafi þurft að finna tónlist sem passaði fyrir breiðan aldurshóp og næði athygli á nokkrum sekúndum. Lendingin var erlent lag. „Textinn má ekki skemma heldur frekar styðja við. Þetta er jákvæð og ögrandi auglýsing. Lagið verður að liggja fyrir fyrir fyrsta klipp eftir tökur. Þegar komið er ákveðið langt í framleiðsluferlinu, þá verður lagið að vera á hreinu. Þetta gerist gríðarlega hratt; bara dagar og upp í vikur, allt ferlið.“

Skapandi greinar rauði þráðurinn

Magnús Árnason er einn áhrifamesti og farsælasti markaðsmaður landsins. Eins og hann segir sjálfur frá hafa skapandi greinar, og þá ekki síst tónlist, alltaf verið rauður þráður í allri hans vinnu. Magnús er fyrrum stjórnarmaður ÍMARK, Samtaka íslensks markaðsfólks. Hann var formaður dómnefndar Lúðursins sem eru verðlaun samtakanna en NOVA var kosið markaðsfyrirtæki ársins á síðasta ári.

Í hlaðvarpsþætti Einars „Öll trixin“, sem er hlaðvarp sem tengist tónlist á Íslandi, ræða þeir Magnús um notkun á tónlist í markaðsstarfi. Í samtalinu kemur fram að upplifun alltof margra í auglýsingageiranum er að það sé minna mál að ná í og semja um rétt mjög þekktra erlendra laga heldur en að reyna að semja um um slíka notkun á íslenskum þekktum lögum. Þetta sé þróun sem marga í tónlistargeiranum langar að sjá batna – en hvað þarf að koma til?

Finna þarf betri farveg í íslenskri tónlist

Magnús segir einnig að það sé tæknilega auðveldara, aðgengilegra og fyrirsjáanlegra að útvega og tryggja réttindi á þekktum erlendum lögum í auglýsingar á Íslandi en að leita fanga hér heima. Það sé þróun sem sé ekki góð og innlendi markaðurinn þurfi að skoða þetta ferli og sjá hvort það sé ekki hægt að finna þessum fyrirspurnum betri farveg. Flestir kaupendur vilji skoða pörun við góð íslensk lög en þegar kemur að samningum og frágangi þá taki þau of langan tíma. Það sé búið að forma betur alþjóðlega umhverfið þótt það sé að lagast hér á landi. Það sé of ófyrirsjáanlegt og stundum gangi samningsdrög til baka á síðustu stundu.

Einar sem er sjálfur dægurlagahöfundur hefur samið lög sem notuð hafi verið í auglýsingar og samtalið þeirra Magnúsar dregur fram ýmsa gagnlega og skemmtileg fleti á þessum þætti markaðsstarfs. Hlaðvarpið kom á hlaðvarpsveitur á sunnudag og er meðal annars á Spotify, Apple og hlaðvarpssvæði Morgunblaðsins, en nýtt hlaðvarp kemur þar inn á hverjum sunnudegi.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify: #4 Magnús Árnason – Tónlist í auglýsingum – Öll Trixin | Podcast on Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021