fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Heiða Kristín fagnaði 38 ára afmælinu með stórkostlegum fréttum

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 10:56

Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnaparið Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Birtu þau mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni þar sem Heiða Kristín fagnaði 38 ára afmæli sínu með fjölskyldunni – kasólétt.

Ákváðu hjónin að tilkynna ekkert um óléttuna sérstaklega og því hafi það þróast svo að það kom mörgum á óvart að sjá fallega ólétta Heiðu á mynd í vikunni. Rigndi hamingjuóskum yfir fjölskylduna í kjölfarið en von er á barninu sem er drengur á næstu vikum.

Heiða Kristín var lengi vel kennd við Besta Flokkinn en starfar í dag sem framkvæmdastjóri Niceland sem hún er einnig einn eiganda að. Guðmundur Kristján starfar hjá Kadeco og er einn stofnenda Planitor. Hjónin eru mjög virk í ýmsu frumkvöðulsstarfi og virðast fá góða hugmyndir á meðan aðrir rista brauð.

Þeirra besta hugmynd lítur svo dagsins ljós á næstu vikum en Heiða er gengin 35 vikur og er því von á fyrsta barni þeirra saman von bráðar. Heiða á tvo drengi af fyrra sambandi en þetta er fyrsta barn Guðmundar. Kom Snorri sonur Heiðu snemma í heiminn svo ekki er ólíklegt að sonur þeirra Guðmunds mæti fyrr en seinna.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!

Veist þú hvaða Íslendingar eiga þessi augu? Taktu prófið!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Björns með nýtt lag

Helgi Björns með nýtt lag