fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stílistinn stígur fram og afhjúpar sannleikann á bak við alræmda geirvörtuaugnablikið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. febrúar 2004 voru tónlistarmennirnir Janet Jackson og Justin Timberlake að skemmta í hálfleik á Ofurskálinni (e. Super Bowl). Þar átti sér stað atvik sem er örugglega eitt frægasta og alræmdasta augnablik í langri sögu hálfleikjaskemmtunar Ofurskálarinnar.

Undir lok lagsins Rock Your Body átti Justin að fjarlægja brjóstahaldara Janet öðrum megin og geirvarta Janet, sem var skreytt einhvers konar skartgrip, var á sjónvarpsskjáum um 150 milljóna manna í rúma hálfa sekúndu.

Bandaríkjamenn voru hneykslaðir yfir atvikinu og sögðu Justin og Janet að þetta hefði ekki átt að fara svona, hann hefði óvart fjarlægt meira af brjóstahaldaranum en hann hefði ætlað að gera. En það hafði verið ýjað að því fyrir sýninguna að eitthvað „hneykslanlegt“ myndi gerast í hálfleik.

Britney Spears, Madonna og Christina Aguilera.

Stílistinn stígur fram

Stílistinn sem sá um búningana fyrir Justin og Janet hefur nú stigið fram og afhjúpað sannleikann á bak við atriðið. Hann segir að atriðið hafi farið alveg eins og það átti að fara.

Stílisti stjarnanna, Wayne Scot Lukas, sagði í samtali við Page Six að Justin hafi farið fram á „þessi búningamistök“. Wayne segir að Justin hafði viljað taka sviðsljósið frá Britney Spears, Madonnu og Christinu Aguileru, sem vöktu heimsathygli þegar þær smelltu blautum kossi hver á aðra á MTV-verðlaunahátíðinni nokkrum mánuðum áður.

„Hann vildi gera eitthvað stærra en þær,“ segir Wayne.

Hann segir að upphaflega átti Janet Jackson að vera í perlu G-streng, eins og Kim Cattrall hafði klæðst í þætti af Sex and the City.

„Janet átti að vera í Rocha kjól og Justin átti að stíga aftan á kjól hennar til að afhjúpa rassinn hennar í þessum perlu G-streng. En búningurinn breyttist nokkrum dögum áður, og þið sáuð töfrana,“ segir hann.

Því miður hafði þetta afdrifaríkar afleiðingar fyrir Janet, en ekki Justin sem kom fram aftur í hálfleik Ofurskálarinnar fjórtán árum seinna. Margar útvarps-og sjónvarpsstöðvar hættu að spila lög hennar eftir atvikið.

Justin bað Janet nýlega afsökunar opinberlega vegna atviksins og hvaða áhrif það hafði á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“