fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Fókus

„Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim“

Fókus
Mánudaginn 12. apríl 2021 19:00

Laufey Rún Ketilsdóttir og Bergþór Ólason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Rún Ketilsdóttir, lögfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Sigríðar Andersen og núverandi starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, viðskiptafræðingur og þingmaður Miðflokksins, eru nýjasta ofurpar Íslands. Þau láta ekki flokksskírteinið hafa áhrif á ástina og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.

Laufey er tvíburi og Bergþór er vog.

Vogin er óákveðin og vill að hlutirnir séu í fullkomnu jafnvægi. Tvíburinn er einnig óákveðinn en er rólegri þegar kemur að skipulagi. Hann þráir frelsi og er hrókur alls fagnaðar.

Saman mynda tvíburinn og vogin sterkt samband. Þau eru bæði málgefin og skörp.

Það er sjaldan leiðinleg stund hjá þeim. Þau búa bæði yfir geysimikilli andlegri orku, þau njóta þess að varpa fram hugmyndum, kenningum og gantast saman.

Tvíburinn er hugmyndaríkari en Vogin hjálpar honum að koma hugmyndunum í verk. Þau hafa bæði áhuga á öllu milli himins og jarðar sem skilar sér í endalausum samræðum.

Laufey Rún Ketilsdóttir

18. júní 1987

Tvíburi

 • Húmoristi
 • Mannvinur
 • Forvitin
 • Blíð
 • Stressuð
 • Óákveðin

Bergþór Ólason

26. september 1975

Vog

 • Málamiðlari
 • Samstarfsfús
 • Örlátur
 • Félagsvera
 • Óákveðinn
 • Forðast deilur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Petra lætur áhrifavalda fá það óþvegið – „Mér finnst þetta sjálfselskt og alveg út í hött“

Petra lætur áhrifavalda fá það óþvegið – „Mér finnst þetta sjálfselskt og alveg út í hött“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva var með börnin í fanginu á meðan hann lét höggin dynja á henni – Móðir ofbeldismannsins horfði á

Sunneva var með börnin í fanginu á meðan hann lét höggin dynja á henni – Móðir ofbeldismannsins horfði á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlatríó slær í gegn með lagi úr Frozen 2 – Sjáðu myndbandið

Karlatríó slær í gegn með lagi úr Frozen 2 – Sjáðu myndbandið