Stórstjarnan Madonna birti í gær myndir af sér á Instagram en myndirnar hafa gert allt vitlaust. Um er að ræða þrjár sjálfur sem söngkonan tók af sér í nærfötunum. Myndin hefur fengið gríðarlega athygli en nánast milljón hefur líkað við hana á Instagram. Ekki er liðinn sólarhringur síðan myndirnar voru birtar.
The Sun er á meðal þeirra sem hafa fjallað um myndirnar. „Madonna fór í pínkulítinn brjóstahaldara sem er nánast ekki á staðnum,“ segir blaðamaður The Sun um myndirnar. „Þessi 62 ára gamla stjarna er æsandi.“
Þá hafa fylgjendur Madonnu lýst yfir aðdáun sinni á myndunum og hrósað henni í hástert. „Hvernig er þetta hægt?“ spyr til að mynda einn fylgjandi hennar. „ÞÚ ERT SVO HEIT,“ segir annar. „Svona á að gera þetta,“ skrifar svo enn annar.
View this post on Instagram