fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Milljónir hafa séð myndband Sylvíu – Brenndi af sér augabrúnirnar og svona reddar hún þeim á korteri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 09:24

Sylvía Sara. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sylvía Sara var sextán ára litaði hún augabrúnirnar á sér í fyrsta skipti. Hún komst að því með ömurlegum hætti að hún væri með ofnæmi fyrir litnum og eftir sitja tvö ör í stað augabrúna.

Sylvía sýnir hvernig hún setur á sig augabrúnir í myndbandi á TikTok sem hefur fengið rétt tæplega þrjár milljónir í áhorf. Netverjar eru mjög áhugasamir um augabrúnaóhapp Sylvíu og hvernig hún fer að því að setja á sig nýjar augabrúnir sem endast í tvær vikur í senn.

Ömurleg reynsla

Sylvía rifjar í myndbandinu upp atvikið þegar hún brenndi af sér augabrúnirnar. „Um leið og ég setti litinn á brúnirnar byrjaði mér að svíða og ég hélt að það væri bara eðlilegt. Ég hafði litinn á í sirka 40-45 mínútur, sem ég hélt að væri líka eðlilegt. Þegar ég tók litinn af var ég eldrauð og bólgin,“ segir Sylvía í samtali við DV.

„Síðan þá hef ég verið með ör þar sem augabrúnirnar eiga að vera. Það vaxa hár þarna en ekkert sem ég get unnið með, þau eru mjög þunn, stutt og vaxa ekki rétt.“

@sylviasaraaHow I do my eyebrows🥴 burned them off when I was 16🙄 yes we can see the fantastic can collection in the back🙄 ##fakeeyebrows ##fyp ##eyebrowsonfleek♬ Steven Universe – L.Dre

Gervitattú

Sylvía byrjaði að nota „gervitattú“ til að gera augabrúnir í ágúst í fyrra. „Ég sá þetta á netinu og fannst þetta algjör snilld. Þetta virkar mjög vel fyrir mig,“ segir hún.

Eins og fyrr segir hefur myndbandið slegið í gegn á TikTok og viðurkennir Sylvía að hún hafi ekki búist við því.  „Ég var að búast við kannski þúsund áhorf, ef ég yrði heppin,“ segir hún.

„Það var mikið um að fólk væri að gefa mér ráð, sem ég var ekkert að biðja um. Ég var meira að sýna fólki hvernig þú getur reddað þér augabrúnum á tíu mínútum ef þú ert með sama vandamál og ég.“

Sylvía segir að „tattúbrúnirnar“ duga í allt að tvær vikur.

Hér sýnir hún hvernig hún tekur af gamlar brúnir og setur á sig nýjar.

@sylviasaraaRecreating my viral eyebrow video 🤠 ##fyp ##eyebrowtattoo ##fakeeyebrow ##eyebrowsonfleek♬ I Like Him – Princess Nokia

Í myndbandinu hér að neðan sýnir Sylvía hvar hún kaupir gervitattúin.

@sylviasaraaReply to @nice_brown Aliexpress ☺️♬ original sound – Sylvia

Þú getur fylgst með Sylvíu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Þrjú smit í gær
Fókus
Í gær

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Í gær

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn