Tracy Kiss, breskur einkaþjálfari, kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum The Sex Clinic í fyrra. Þessi tveggja barna móðir ræddi þar um kynlífið sitt en hún er með afar mikla kynhvöt. Hún sagðist hafa lent í vandræðum með kærastanum sínum því háa kynhvötin hennar fékk hann til að líða eins og hann væri ekki nóg fyrir hana.
„Þegar kemur að sjálfsfróun, ég geri það að minnsta kosti tvisvar á dag – stundum þrisvar,“ sagði Tracy. „Ég vinn heima svo það hentar mjög vel að gera það í hádeginu.“
Kynhvöt hennar hefur orðið til þess að hún og kærastinn hennar hafa hætt saman nokkrum sinnum en hann ráðlagði henni að fara í sjónvarpsþáttinn á sínum tíma til að athuga hvort hún væri kynlífsfíkill. Í þættinum sagðist Tracy vera niðurbrotin, með skapsveiflur og uppspennt ef hún stundar ekki sjálfsfróun á kvöldin. Þá sagði hún einnig að hún myndi glöð stunda kynlíf allt að 11 sinnum á dag.
Þátturinn var endursýndur í Bretlandi á dögunum en Tracy hefur orðið fyrir miklu aðkasti síðan. Í samtali við dægurmáladeild The Sun segir hún að konur hafi gert grín að henni og sakað hana um að setja of háa staðla þegar kemur að kynlífi. „Ég hef orðið fyrir hræðilegum árásum frá konum á samfélagsmiðlum,“ segir Tracy í samtali við The Sun.
„Mér var sagt í sjónvarpinu að ég sé algjörlega eðlileg og að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir kynhvötina mína,“ segir hún en konur hafa í kjölfarið sagt að kærastarnir þeirra muni nú búast við meira kynlífi. „Þær halda að því þessi kona í sjónvarpinu sé að segja að hún elski fullnægingar og geti gert það 11 sinnum á dag að þá munu kærastarnir þeirra ætlast til þess sama.“