Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fókus

Lést þegar hann var að undirbúa kynjaveislu – Sprakk framan í hann

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Pekny, 28 ára íbúi í New York-fylki, var að undirbúa það að tilkynna hvers kyns ófætt barns hans og konu sinnar væri. BBC greinir frá. Hann var að byggja sprengju ásamt bróður sínum sem átti að gefa í skyn hvers kyns barnið væri, þegar hún sprakk með þeim afleiðingum að Christopher lést og bróðir hans slasaðist.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist í aðdraganda slyssins eða hvernig sprengja þetta var en lögreglan hefur gefið út að einhvers konar rör hafi verið hluti af henni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilkynning um kyn barns fer úrskeiðis en oft eru flugeldar og litasprengjur notaðar við atburðinn. Þá hafa kviknað skógareldar í Kaliforníu-fylki sem hægt var að rekja til kynjaveislna.

Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að fara aðeins yfir um í veislum þessum og eru dæmi um að notast hefur verið við krókódíla, byssur og sportbíla til að tilkynna kyn barnsins. Kynjaveislur eru nýjung á Íslandi en hægt er að kaupa til dæmis blöðrur með lituðu skrauti í helstu partýbúðum landsins til að notast við í veislunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

44 ára móðir segist verða fyrir aðkasti fyrir að selja kynferðislegar myndir af sér á OnlyFans

44 ára móðir segist verða fyrir aðkasti fyrir að selja kynferðislegar myndir af sér á OnlyFans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý og Hlynur um ástina sem er allskonar – „Ég var með glóðarauga og hann með gerviauga“

Ellý og Hlynur um ástina sem er allskonar – „Ég var með glóðarauga og hann með gerviauga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir eiginmanninn vera betri elskhuga eftir þessa breytingu á mataræðinu

Segir eiginmanninn vera betri elskhuga eftir þessa breytingu á mataræðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Playboy-stjarnan á sér annað starf – „Engan myndi gruna að ég sé fyrirsæta“

Playboy-stjarnan á sér annað starf – „Engan myndi gruna að ég sé fyrirsæta“