fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Mömmubloggari fær að heyra það – Sagði mæður þyrftu að klæða sig „sómasamlega“ svo börnin myndu eignast vini

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 12:34

Lauren Dubois. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mömmubloggarinn Lauren Dubois sætir harðri gagnrýni eftir að hafa útlistað hvers konar fatnaði hún telur að mæður eigi að klæðast þegar þær skutla börnunum í skólann.

Lauren er þriggja barna móðir, rithöfundur og vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún deildi nýlega nokkrum færslum í Instagram Story og viðurkenndi að hún hafi eitt sinn verið mjög „stressuð“ um hvers konar fötum hún ætti að klæðast á morgnana. Kidspot greinir frá.

„Þegar ég varð skólamamma þá hafði ég fyrir því að rannsaka hverju ég ætti að klæðast þegar ég myndi skutla og sækja barnið mitt í skólann. Ekki hlægja, þetta gerði mig stressaða,“ sagði hún.

„Þetta er fyrir húsmæður eða mæður sem vinna að heiman og þurfa ekki að klæðast „vinnufötum“ heldur bara venjulegum fötum.“

Lauren gaf nokkur ráð og sagði að mæður ættu að klæðast „hversdagslegum en sómasamlegum“ fötum sem láta þær virðast hafa „haft eitthvað fyrir því“ að gera sig til áður en þær fóru út úr húsi til að skutla börnunum. Hún sagði að þannig munu aðrir foreldrar leyfa börnunum sínum að vera vinir barnanna þinna, því „þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur að heimili þitt sé ruslahaugur.“

Lauren sagði að hún aldrei vera á náttfötunum þegar hún skutlar börnunum en hún dæmir ekki aðrar mæður sem gera það.

Fyrir mæður sem vilja koma vel fyrir stingur Lauren upp á því að klæðast aðeins fínni fötum. Hún deildi síðan nokkrum myndum sér sem voru í raun auglýsingar þar sem hún er í samstarfi við framleiðanda fatanna sem hún klæðist á myndunum.

Það leið ekki að löngu þar til Lauren fékk yfir sig holfskeflu af gagnrýni. Fjöldi foreldra sögðu hana vera afar dómharða.

„Hverjum gæti ekki verið meira sama hverju þú klæðist?“ skrifaði ein reið móðir.

Kennari tjáði sig um málið og sagði að með þessu væri Lauren að senda röng skilaboð. „Hörmuleg leið til að auglýsa fyrirtækin sem þú ert í samstarfi við, ert að nota tilfinninganæmar mæður sem eru í fyrsta sinn með barn í skóla til að selja nokkra kjóla,“ segir hún.

„Sem kennari þá get ég staðfest að það tekur enginn eftir því hverju mömmurnar klæðast.“

Það komu nokkrir Lauren til varnar. „Þú getur ekki skoðað Instagram-síðu hjá einhverjum og ætlast til þess að manneskjan breyti henni bara því þér líkar ekki við hana. Þetta er eins og að banka upp á hjá einhverjum og biðja þau um að skipta út húsgögnunum bara því þetta er ekki þinn smekkur,“ segir ein.

Lauren tjáði sig sjálf um málið. „Ég mun aldrei verða það sem þið viljið. Ég get það ekki og vil það ekki. Ég er ekki hérna fyrir ykkur. Ég er hérna fyrir MITT fólk. Ég skulda ykkur ekkert. Þið eruð ekki mitt fólk. Farið og finnið ykkar fólk, það er annars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar