fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Marilyn Manson sakaður um kynferðislegt ofbeldi – „Hann beitti mig hryllilegu ofbeldi árum saman“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 11:30

Brian Warner, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Marilyn Manson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Evan Rachel Wood, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Westworld, hefur áður talað um ofbeldi sem fyrrverandi kærasti hennar beitti hana en hún hafði áður ekki sagt hver það var. Nú hefur hún ákveðið að nafngreina manninn en maðurinn er Brian Warner, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Marilyn Manson.

„Hann byrjaði á að tæla mig (e. grooming) þegar ég var táningur og hann beitti mig hryllilegu ofbeldi árum saman. Ég var heilaþvegin og neydd í að hlýða,“ skrifaði Wood í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni í dag. Vanity Fair og fleiri fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið í kjölfarið.

„Ég er hætt að lifa í ótta við hefndaraðgerðir, rógburð eða kúgun. Ég ætla að koma upp um þennan hættulega mann og vekja athygli á iðnaðinum sem gerir honum þetta kleift, áður en hann eyðileggur fleiri líf. Ég stend með þeim mörgu fórnarlömbum sem munu ekki láta þagga í sér lengur.“

Að minnsta kosti fjórar aðrar konur hafa stigið fram með sínar eigin sögur af Marilyn Manson eftir að Wood birti færsluna. Konurnar saka Manson um kynferðislegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi. Manson hefur áður verið sakaður um ofbeldi áður og hefur hann þá þvertekið fyrir það.

Ashley Walters er ein af konunum sem sakaði Manson einnig um ofbeldi. „Ég þjáist ennþá af áfallastreituröskun og glími við þunglyndi,“ sagði Walters um það hvernig henni líður í dag eftir ofbeldi Manson. „Ég get ekki staðið hjá og látið þetta koma fyrir aðra. Brian Warner þarf að taka ábygð á því sem hann gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“