fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2021 21:00

Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breanna Lee er 22 ára tanntæknir. Hún skráði sig fyrst á vefsíðuna Seeking Arrangement þegar hún var átján ára gömul. Stefnumótasíðan tengir ungar aðlaðandi konur við, oftast eldri, karlmenn sem eru reiðubúnir að borga fyrir nærveru kvennanna, með lúxusgjöfum, ferðalögum eða jafnvel beinhörðum peningum. Svokallaðir „sykurpabbar“.

Breanna. Mynd/The Sun

The Sun greinir frá. Síðan þá hefur hún fengið gjafir að andvirði 6,3 milljónir króna, farið í ótal lúxusferðalög og fengið um sex milljónir króna í peningum frá ríkum sykurpöbbum, þar af einum sem er tæplega 40 árum eldri en hún.

Breanna hefur farið á fleiri en hundrað stefnumót með þremur mismunandi sykurpöbbum. Hún er um þessar mundir í lokuðu sambandi með viðskiptamanni á fimmtugsaldri. Hann hjálpar henni að borga leigu, dekrar við hana með skartgripum og handtöskum, og fer reglulega með hana á lúxushótel.

En Breanna þvertekur fyrir að hún stundi kynlíf gegn gjaldi. „Að vera sykurstelpa og vændiskona er tvennt mjög ólíkt. Ég er ekki að stunda kynlíf gegn gjaldi,“ segir hún.

Breanna fékk Louis Vuitton tösku í jólagjöf frá sykurpabbanum sínum.

„Ég er í venjulegri vinnu frá níu til fimm, svo ég lít ekki á sykurlífsstíllinn sem vinnu. Ég lít á þetta sem tækifæri til að hafa gaman og njóta,“ segir Breanna.

„Þessa stundina er ég í kynferðislegu sambandi með karlmanni sem ég kynntist á Seeking Arrangement, en samband okkar er lokað, bara ég og hann. En þegar ég er með honum, þá er ég ekki að vinna,“ segir hún.

„Það bara vill svo til að svona glæsilegar og dýrar gjafir séu hluti af tilhugalífi mínu.“

Þetta byrjaði allt á því að Breanna skráði sig á stefnumótasíðuna þegar hún var átján ára. Hún kynntist ríkum karlmanni sem er 39 árum eldri, og náðu þau svo vel saman að þau voru saman í átján mánuði. Þau stunduðu þó aldrei kynlíf.

Breanna.

„Honum vantaði bara félagsskap. Við ferðuðumst mikið saman, deildum sömu áhugamálunum og höfðum alltaf eitthvað til að tala um. Það var aldrei leiðinlegt,“ segir hún. Sambandinu lauk þegar maðurinn flutti í annað ríki í Bandaríkjunum.

Breanna segir að þegar sá tími kemur að hún sé tilbúin í alvarlegt samband og að stofna fjölskyldu, þá munu leiðir hennar og sykurpabbans skilja.

„Ég ætlast ekki til þess að framtíðareiginmaður minn borgi neitt, alls ekki,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“

Nökkvi Fjalar prófaði ofskynjunarsveppi eftir 7 daga föstu – „Ég fór inn í þetta með opnum hug“
Fókus
Í gær

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“

Hvað eiga þessir fjórir fjölmiðlamenn sameiginlegt – „Þú getur bætt við Geirmundi Valtýrssyni, Rúnari Júl og Ella í Jeff Who“
Fókus
Í gær

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“

Erna fékk gögn frá barnasálfræðingnum sínum og sá hvað hún skrifaði – „Hún brást mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin