Jordan Hartley, 26 ára kona frá Ástralíu, varð fyrir miklu aðkasti vegna bikinís sem hún klæddist þegar hún gerði sér ferð á ströndina. Fólk gagnrýndi hana fyrir bikiníið og sagði að það tæki því varla að fara í það sökum þess hve lítið það hylur.
Jordan sýndi bikiníið í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. Ljóst er að málið hefur vakið mikla athygli en fjölmiðillinn News.com.au fjallaði til dæmis um málið.
„Gætir alveg eins verið í engu,“ sagði einn gagrýnandi við myndbandið á TikTok. „Hver er tilgangurinn að klæða sig í þessa strengi?“ spurði annar. „Það þarf bara að hnerra og þetta hverfur,“ sagði svo enn annar.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
@littlebabyj3Happy New Year’s Day ##Welcome2021 ##bye2020 ##fyp♬ Show Out – Kid Cudi & Skepta & Pop Smoke
Jordan lét þetta þó ekki á sig fá og ákvað að svara einni athugasemd sem skrifuð var við myndbandið sem hún birti á TikTok. „Í fullri hreinskilni dömur, þetta er ógeðslegt,“ stóð í athugasemdinni. „Konur eru ekki konur lengur, þær eru að reyna að vera karlmenn. Hvar eru femínistarnir sem virða sjálfa sig?“
Þessu svaraði Jordan. „Ég vil taka það skýrt fram að svona athugasemdir eru ekki í lagi,“ sagði Jordan. „Þú hefur engan rétt á að koma með athugasemdir um líkama annarra kvenna. Konur eiga að standa saman, hvernig sem við lýtum út.“
Svarið vakti mikla lukku á meðal fylgjenda Jordan en margir tóku undir með henni. „Segðu henni að fara aftur í hellinn sinn,“ skrifaði einn fylgjandi hennar. „Ég sé ekkert að þessu hjá þér,“ skrifaði annar. „Karlmenn hafa gagnrýnt líkama kvenna í allt of langan tíma,“ skrifaði síðan enn annar.