fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fókus

Gamalt og „furðulegt“ Kanye West myndband lítur dagsins ljós – Kim Kardashian fæðir Kylie Jenner

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamalt tónlistarmyndband með Kanye West hefur litið dagsins ljós og vakið gríðarlega athygli. Leikstjórinn Eli Russel Linnetz deildi þriggja ára gömlu tónlistarmyndbandi fyrir lagið „Feel Me“ með Kanye West og Tyga. Í myndbandinu má sjá risastóra Kim Kardashian „fæða“ yngri systur sína, Kylie Jenner.

Kylie var þá tvítug og Kim var 39 ára. Kylie var einnig í sambandi með Tyga á þeim tíma.

Í myndbandinu má einnig sjá þær systur dansa í hvítum toppum og g-streng á meðan monster trukkur keyrir um.

Fljótlega eftir að myndbandið var birt á sínum tíma á YouTube var því eytt. Linnetz sagði í samtali við E! News að sambandsslit Kylie Jenner og Tygu spiluðu inn í ákvörðunina að gefa ekki út myndbandið. Kylie og Tyga voru saman frá 2014-2017.

En nú hefur Linnetz deilt myndbandinu á ný og hefur það vakið mikla athygli. Sérstaklega atriðið þar sem Kim „fæðir“ Kylie. Sumir hafa kallað atriðið „furðulegt“ eða „óhugnalegt“. Hann útskýrir atriðið nánar.

„Í lok myndbandsins kemur Kylie úr píku Kim. Merkingin á bak við það er að það væri engin Kylie ef það væri engin Kim,“ segir hann. En það var Kim Kardashian sem kom Kardashian-Jenner fjölskyldunni á kortið.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“