fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Segir þessa algengu „lygi“ um sambandsslit vera kjaftæði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. september 2020 13:02

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska útvarpsstjarnan Jana Hocking segir fólk ljúga þegar það segist hafa hætt saman í góðu.  „Það er ekkert til sem kallast „friðsamleg sambandsslit,“ segir hún í pistli á News.au.

Jana hefur vakið mikla athygli fyrir skrif sín og taldi nýlega upp allar þær týpur af karlmönnum sem konur eiga að forðast.

Sjá einnig: Segir konum að forðast þessar týpur af karlmönnum

Jana heldur því fram að ef par segist hafa hætt saman á friðsamlegum nótum þá sé það að ljúga.

„Önnur manneskjan hefur alltaf einhverjar tilfinningar. Treystið mér, ég veit það. Mér hefur verið sagt upp jafn oft og ég hef sagt upp öðrum. Þú ert ekki 36 ára og einhleyp án þess að hafa áhugavert stefnumótalíf að baki,“ segir hún.

„Þegar ég heyri einhvern segja að samband hafi endað friðsamlega þá segi ég kjaftæði.“

https://www.instagram.com/p/CEYI-X1A0-Z/

Þetta þýðir samt sem áður ekki að fólk getur ekki hætt saman og verið vinsamlegt hvort við annað. „En hvernig ákveða tvær manneskjur á nákvæmlega sama tíma að þær vilja ekki vera lengur saman? Önnur þeirra þarf að vera komin með nóg af hinni á undan,“ segir hún.

„Í hvert skipti sem einhver segir mér frá friðsamlegum sambandsslitum hugsa ég að a) manneskjunni var sagt upp og hún vill ekki viðurkenna það, eða b) manneskjan var sú sem sagði hinni upp en hún vill ekki nudda salti í sárið.“

Jana viðurkennir að það kemur fyrir að pör átta sig á að sambandið sé búið, þau henta ekki hvort öðru eða eru bara komin með nóg. Hún notar samband sitt við þrjóskan bónda sem dæmisögu, þrátt fyrir að þau hefðu ekki passað saman grét hún í margar vikur og vonaðist eftir að hann myndi breytast. Hún segir að í öllum sambandsslitum endar alltaf einhver með því að sitja uppi með sárt ennið. „Önnur manneskjan er alltaf meira tilbúin en hin að láta reyna á sambandið,“ segir hún.

„Þannig næst þegar einhver segir þér að sambandsslitin voru friðsamleg þá skaltu spyrja meira út í það. Sannleikurinn mun koma í ljós fyrr en síðar, ég lofa. Af hverju? Því það er ekki til neitt sem heitir friðsamleg sambandsslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“