fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Egill snýr aftur á skjáinn – Hefur unnið á kvíðanum með því að tína sveppi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. september 2020 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn vinsæli, Egill  Helgason, snýr aftur á skjáinn er hann stýrir bókmenntaþættinum Kiljunni á miðvikudagskvöld. Er þetta fyrsta Kilja vetrarins. Eins og flestir vita hefur Egill verið í veikindafríi vegna kvíðaröskunar og þunglyndis. Hann hefur nýtt sumarið vel til að rækta sjálfan sig og öðlast bata.

Egill steig fram og greindi frá veikindum sínum í Facebook-færslu í vor, eins og DV greindi frá. Í samtali við DV þá sagði hann að síðasta ár hefði verið honum mjög erfitt, allt frá apríllokum 2019. Hann lýsti bjargarleysi og skömm sem fylgi andlegum veikindum. Færslan sem hann birti um málið var svohljóðandi:

„Kvíði er helvítis melur. Því er líkast að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjunar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni. Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram.“

Tengist frummanninum í sér

„Ég er bara hress, hef átt gott sumar í garðyrkju, útivist og ferðalögum,“ segir Egill í samtali við DV núna. Hann segist hafa tengst frummanninum í sér með því að rækta garðinn sinn og tína ber og sveppi. „Að tína ber og sveppi er afskaplega gott núvitundardæmi. Það kemur upp í manni þessi frumstæði maður sem er bara safnari. Maður veit ekki af hverju maður er að þessu, ætlaði kannski ekki að nota þetta mikið. Að safna sér mat er algjör frumþörf mannsins og að vera í tengslum við það að safna sér mat án þess að fara út í búð er afar gefandi.“

Hann segist gæta mjög vel að sóttvörnum við endurkomu sína á RÚV. „Sóttkvíðinn er auðvitað leiðinlegur en maður er að gera þetta með öllum viðeigandi varúðarráðstöfunum. Það eru strangar aðgerðir í gangi uppi á RÚV. Ég vinn þetta mikið að heiman og fer bara í upp í útvarpshús í upptökur. Allt annað vinn ég heima. Meirihluti viðtala verður tekinn utandyra en ekki í stúdíói. Það eru varúðarráðstafanir í samræmi við stefnu RÚV sem reynir að fá færra fólk inn í hús,“ segir Egill.

Kiljan fyrst og Silfrið síðar

Sem fyrr segir stýrir Egill Kiljunni á miðvikudagskvöld en dálítill tími mun líða þar til hann birtist aftur í Silfrinu. Aðspurður hvort hann sakni ekki pólitíkurinnar segist hann finna til einhvers söknuðar. „Núorðið hef ég samt meiri áhuga á bókmenntum en pólitík, eins og þú veist kem ég úr bókmenntaheiminum upphaflega og bókmenntirnar eru eldri í mér en pólitíkin. Svo er þetta skrýtinn tími í pólitíkinni. Það er erfitt að vera með harðar pólitískar deilur núna. Ég held að almenningi þyki óþægilegt að horfa á fólk rífast í sjónvarpi. Silfrið hefur verið í mjög góðum höndum Fanneyjar Birnu og þátturinn hefur breyst að því leyti að það eru færri gestir og gætt meira að sóttvörnum. Það er ekki lengur fjögurra manna sett. Mann langar frekar að taka utan um fólk en rífast við það,“ segir Egill og hlær.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar