fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

„Ég er að stunda besta kynlíf ævi minnar með gömlum vinnufélaga“ – „Ég á kærasta en hann er svo leiðinlegur í svefnherberginu“

Fókus
Mánudaginn 28. september 2020 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að stunda besta kynlíf ævi minnar með gömlum vinnufélaga en samband okkar mun aldrei vera neitt meira en bara líkamlegt. Ég á kærasta sem elskar mig af öllu hjarta en hann er svo leiðinlegur í svefnherberginu.“

Þetta segir ung kona sem leitar hjálpar hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Konan er 23 ára gömul og kærastinn hennar er 31 árs gamall. „Við erum búin að vera saman í eitt ár. Hann vill langtímasamband og ég hélt að ég vildi það líka en núna hugsa ég svo mikið um hinn manninn,“ segir konan. „Ég vann með manninum sem um ræðir, hann er 26 ára. Við döðruðum mikið þegar við unnum saman en ég vissi að hann væri kvennabósi.“

Konan segir að kærastinn sinn sé atvinnuíþróttamaður og hafi þurft að einangra sig frá henni fyrir vinnuna sína vegna Covid-19. „Þetta gerði það að verkum að ég sá hann ekkert og var mjög einmana eftir nokkrar vikur,“ segir konan. „Svo ég hafði samband við gamla vinnufélagann til að spjalla þrátt fyrir að ég vissi að hann myndi leggja það til að hittast. Við hittumst síðan og að sjálfsögðu stunduðum við kynlíf.“

Þá segir konan að það séu miklir neistar milli hennar og gamla vinnufélagans. „Við stunduðum kynlíf nokkrum sinnum í viðbót en nú vil ég fá meira frá honum. Ég elska kærastann minn svo mikið en þegar kemur að því að njóta ásta þá leiðist mér með honum. Öllum í fjölskyldunni minni líkar við kærastann minn samt. Hann er yndislegur maður en ég verð að viðurkenna að mér líkar ekki jafn mikið við hann og áður.“

Konan segir að hún viti að samband hennar og gamla vinnufélagans gæti aldrei orðið að veruleika. „Hann er búinn að segja mér að hann vilji bara að við séum vinir. Ef ég á að vera hreinskilin þá veit ég að við notuðum bara hvort annað fyrir kynlíf og mér líður ömurlega að hafa svikið kærastann minn svona. Samt get ég ekeki hætt að hugsa um gamla vinnufélagann.“

„Veiran er ekki kærastanum þínum að kenna“

Deidre svarar konunni. „Að minnsta kosti hefur gamli vinnufélaginn verið hreinskilinn við þig,“ segir Deidre og biður konuna um að trúa gamla vinnufélaganum þegar hann segir henni að hann vilji ekki samband með henni. „Hann mun ekki gera þig hamingjusama til lengri tíma litið og þú ættir ekki að stunda kynlíf með honum á meðan kórónuveiran er í gangi.“

Deiddre segir konunni að hún eigi að hætta að stunda kynlíf með manninum og einbeita sér að því að rækta sambandið með kærastanum sínum. „Það getur verið erfitt fyrir par að vera svona aðskilið en mundu að hann vissi ekki að vinnan hans yrði svona. Veiran er ekki kærastanum þínum að kenna,“ segir Deidre og hvetur konuna til þess að stunda kynlíf með kærastanum sínum í gegnum mynbandssíma.

„Og þegar hann er heima, taktu þá stjórnina og komdu meiri spennu í kynlífið. Þú veist hvað þú vilt svo sýndu honum hvar og hvernig þú vilt vera snert. Talaðu við hann um vandamálið en kynntu vandamálið sem eitthvað sem er að hjá ykkur báðum, ekki segja bara við hann að hann sé leiðinlegur. Ef þú virkilega reynir þetta og sérð síðan að hann er ekki sá rétti fyrir þig, þá er betra að hætta með honum strax frekar en að halda áfram að halda framhjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband