fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Gerður fékk COVID-19 – Núna finnur hún kúkalykt af öllu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. september 2020 13:09

Gerður Huld / Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, smitaðist af COVID-19 eftir ferð til Spánar í byrjun árs.

Gerður ræddi þá upplifun í Síðdegisþættinum á K100. Í þættinum lýsir Gerður hvernig það var að vera smituð af veirunni en einnig segir hún frá því hvernig eftirköstin voru. Hún segist hafa fengið veiruna þegar það var ekki enn byrjað að greinast mikið af smitum á Spáni og því grunaði hana ekki að hún myndi smitast. inkennin voru mikið kvef, ljótur hósti, andþyngsli og svo missti ég allt bragð og lyktarskyn,“ segir hún í þættinum.

Það að missa bragð- og lyktarskynið hafi verið versta einkennið. Þá segir hún að veiran hafi ennþá áhrif á hana í dag. „Þetta er svona eiginlega gráthlægilegt, ég veit ekki hvað maður á að segja,“ segir Gerður. „Eftir Covid fór bragð og lyktarskynið að koma hægt og rólega og ég myndi segja að bragðskynið væri komið svona 70% til baka. En lyktarskynið það er bara í einhverju rugli.“

Þá segir Gerður að hún finni nú kúkalykt af öllu. „Ég ætla bara að segja þetta hreint út. Ég finn kúkalykt af öllu og þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt. Ég er kannski á „public“ stað og ég finn bara kúkalykt! Og ég er ekki ein í þessu. Fólk kallar þetta Covid fýluna þetta er svona rotin eggjalykt eða kúkalykt.“

Hún er þá spurð hvernig þetta virkar. „Þú ert kannski að setja á þig handsápu eða eitthvað og það er bara kúkalykt af sápunni?“ segir Siggi Gunnars, annar af stjórnendum þáttarins. „Jebbs, það er alveg þannig sko. Ég keypti nýja handsápu niðri í vinnu um daginn og það er bara kúkalykt af henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“