fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 07:00

Andri Snær Magnason hefur unnið fjölda verka um umhverfisvernd. Nú tekur hann fyrir geðheilbrigðismál sem annar leikstjóri Þriðja pólsins. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason er annar leikstjóri myndarinnar Þriðji póllinn. Gerð myndarinnar er hluti af því að manneskjuvæða geðsjúkdóma og vinna gegn fordómum. 

Myndin er persónudrifin heimildarmynd, sjálfstætt listaverk, sem fjallar um þau Önnu Töru Edwards og Högna Egilsson sem bæði greindust með geðhvörf um tvítugt, og ferðalag þeirra – innra og ytra – til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Til að gera mynd um ferðalagið  í Nepal fengu þau til liðs við sig Andra Snæ og Anní Ólafsdóttur leikstjóra. Þriðji póllinn er opnunarmynd RIFF í ár og var frumsýnd í gærkvöldi.

Andri Snær er í forsíðuvitali í nýjasta helgarblaði DV. Hér er brot úr því. 

„Ef ég hefði verið spurður hvort það væru geðsjúkdómar í mínu nærumhvefi hefði fyrsta svar verið neitandi. Ég sýndi frændfólki mínu í Ameríku myndina og þá hófst samtal um að afi hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna þunglyndis. Ég vissi aldrei af þessu.

Dísa, amma mín í hina ættina, talaði oft um föður sinn sem var „sinnisveikur“ en á þeim tíma voru hvorki greiningar, lyf né lækningar. Amma var aðeins átta ára gömul send burt því það voru erfiðleikar á heimilinu. Annar afi minn lýsti fyrstu æskuminningu sinni, að álpast upp á háaloft í húsi og sjá þar mann sem var geymdur í búri.

Venjulegasti vinahópur í heimi

Minn vinahópur samanstendur af tíu strákum úr Árbænum og eiginkonum þeirra. Einn sem tengist hópnum hefur framið sjálfsvíg, og ef eiginkonur eru taldar með hafa tveir feður framið sjálfsvíg og tveir aðrir voru óvinnufærir vegna geðsjúkdóma. Þessi vinahópur er venjulegasti vinahópur í heimi, farsæll og fallegur hópur. Það var síðan í fyrra sem vinur sonar míns framdi sjálfsvíg.

Áður fyrr var það þannig að það mátti ekki tala um sjálfsvíg, umræðan átti að vera smitandi. Auðvitað þarf að tala um þessa hluti en það þarf að gera af ábyrgð, það hefur margsýnt sig að það er hægt að leiða fólk út úr þessum hugsunum.

Blákaldur veruleikinn ryðst inn

Mér fannst það mikið ábyrgðarhlutverk þegar Högni fékk okkur í að gera þessa mynd. Það vill síðan þannig til að það er sjálfsvíg sem brýst inn í myndina hjá okkur og þá verða ákveðin hvörf í verkinu. Við vorum að gleyma okkur í flippinu, fyndnum maníusögum og fílum þegar blákaldur veruleikinn allt í einu ryðst inn með símtali frá Íslandi eftir að kunningi Högna hafði framið sjálfsvíg þá um nóttina. Við vorum að fara að halda tónleika til að stofna sjálfshjálparlínu í Nepal en það eru ekki bara íbúar Nepal sem þurfa hjálp. Þetta er alþjóðlegt vandamál. Þetta er okkar vandamál.“

Einfalt er að gerast áskrifandi, hvort sem er að prent- og/eða vefútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn