fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. september 2020 16:26

Samsett mynd: Skjáskot af YouTube og Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærustuparið Dúa Ásgerður og Lance Pinson halda uppi YouTube-rásinni The LD World. Þau hafa verið í fjarsambandi í rúmlega þrjú ár og segja frá sinni upplifun á samfélagsmiðlinum.

Nýlega hittust þau Dúa og Lance í fyrsta skipti í 9 mánuði en þau deildu myndbandi af endurfundinum á YouTube-rásinni. „Við fáum loksins að vera saman,“ segir Lance í upphafi myndbandsins áður en hann fer flýgur frá Boston til Keflavíkur. „Mér þykir það svo leitt ef myndavélin hristist, ég er svo stressuð,“ segir Dúa þegar hún bíður eftir honum í bílnum á Keflavíkurflugvelli. „Ég mun reyna að taka allt upp en ég er svo stressuð.“

Á leiðinni úr Keflavík stoppuðu þau í hrauninu við Grindavík og léku sér þar saman. „Ég hefði átt að vera í öðrum skóm,“ segir Lance eftir að hafa hlaupið um í hrauninu. Eftir það fara þau að skoða hveri. „Svona heldurðu á þér hita á Íslandi,“ segir Lance og hitar hendurnar sínar yfir gufunni.

Þegar þau komu heim gaf Lance henni Dúu gjafir. Hann gaf henni meðal annars fullt af súru nammi og AirPods heyrnatól. Þá gaf hann henni einnig uppáhalds myndina hennar af þeim saman í fallegum ramma. Þá sýna þau einnig ferð sína í sumarbústað þar sem þau njóta lífsins í heita pottinum.

Ásamt því að halda uppi YouTube-rásinni saman eru þau með Instagram-síðu þar sem þau deila myndum af sér saman. Instagram-síðan þeirra er með tæplega fimm þúsund fylgjendur.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband