fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Þeir sem þjást af röskuninni eyða oft mörgum tímum á dag í að hugsa um útlit sitt“

Fókus
Miðvikudaginn 23. september 2020 19:30

Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bodkastið er líkamsvirðingarvænt hlaðvarp þar sem Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir fjalla um ýmis málefni sem eru þeim hugleikin sem tengjast líkamsmynd, fitufordómum og líkamsvirðingu.

Elva og Sólrún eru báðar sálfræðimenntaðar og hafa brennandi áhuga á öllu tengdu líkamsvirðingu og spjalla ýmist um fyrirfram ákveðin málefni eða um það sem þeim liggur á hjarta hverju sinni.

Í nýjasta þætti Bodkastsins er fjallað um nokkrar lítið þekktar líkamstengdar raskanir eins og hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu. Þrátt fyrir að þessi vandamál séu tiltölulega algeng þá er þekking fagfólks á málefninu nokkuð takmörkuð.

Mynd/Getty

Hárplokkunarárátta, eða trichotillomania, einkennist af síendurteknu hárplokki af höfði, augabrúnum eða annars staðar af líkamanum. Húðkroppunarárátta er náskyld hárplokkunaráráttu og einkennist af endurteknu kroppi á húð. Í þessu tilviki er það húðin sem er kroppuð en ekki hárið sem er plokkað. Þetta byrjar oft á því að einstaklingur byrjar að kroppa í sár sem er að gróa eða einhverja misfellu í húðinni eins og bólur.

Einstaklingar finna oftast fyrir sterkri löngun til að plokka hárið eða kroppa í húðina, eins konar spennu eða fiðring sem magnast upp áður en hegðunin er framkvæmd. Hárplokkið eða húðkroppið sjálft getur síðan virkað sem einskonar spennulosun, róun, sefjun eða ánægja. Sumir tala um að framkvæma hegðunina algjörlega ósjálfrátt til dæmis þegar þeim leiðist, eða eru að gera eitthvað sem krefst lítillar athygli eins og að horfa á sjónvarpið.

Einnig er fjallað um líkamskynjunarröskun í þættinum, eða „Body dysmorphic disorder“ (BDD). Líkamsskynjunarröskun einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar eða er ekki eins alvarlegur og viðkomandi telur. Þeir sem þjást af röskuninni eyða oft mörgum tímum á dag í að hugsa um útlit sitt og fylgir hugsununum yfirleitt áráttukennd hegðun, svo sem að líta endurtekið í spegil eða bera útlit sitt saman við útlit annarra.

Hér er ekki um að ræða einstaka áhyggjur af útliti eða ákveðnum líkamsparti heldur um áráttukendar hugsanir sem geta valdið þráhyggju hegðun og klukkustundalöngum athöfnum tengdum útlitinu.

Sólrún og Elva ræða einnig um vöðvafíkn og karlmenn. „Einn angi af BDD getur verið að þér finnist vöðvarnir þínir vera rýrari en þeir eru. Þú einhvern veginn upplifir þig ekki sem nógu mikla vöðva þó þú sért með stóra vöðva,“ segir Sólrún.

Þessar raskanir geta valdið mikilli vanlíðan og komið fólki í vítahring sem viðheldur vandanum. Algengi þeirra er í kringum 2% en þær eru algengari meðal fólks sem glímir við aðrar geðraskanir.

Ýmis úrræði eru í boði fyrir fólk með ofangreindar raskanir. Nokkrir sálfræðingar hafa kynnt sér þessar raskanir vel og bjóða upp á samtalsmeðferðir og/eða atferlismeðferð. Einnig benda rannsóknir til þess að lyfjameðferð geti nýst sumum með þær raskanir sem rætt hefur verið um. Þótt margir einstaklingar með líkamstengdarraskanir leiti til lýtalækna og húðlækna í leit að lækningu sýna rannsóknir að slík aðferð eða meðferð beri ekki góðan árangur.

Bodkastið hefur fengið góðar viðtökur og hlustendum er velkomið að senda inn fyrirspurnir og hugleiðingar í þáttinn í gegnum síðu þáttarins á Facebook eða Instagram.

Það eru komnir yfir 10 þættir í loftið með fjölbreyttum umfjöllunarefnum svosem um líkamsmynd á meðgöngu og eftir fæðingu, áhrif fyrirmynda, fitufordóma í barnaefni og áhrif líkamsmyndar á ástarsambönd og kynlíf svo eitthvað sé nefnt. Þú getur hlustað á þættina á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“