fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

Nektarmynd raunveruleikastjörnu skiptir fólki í fylkingar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 11:00

Jessika Power. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nektarmynd raunveruleikastjörnunar Jessiku Powers skiptir fólki í fylkingar. Jessika er 28 ára og kom fram í raunveruleikaþáttunum Married At First Sight. Hún deilir reglulega djörfum myndum af sér á Instagram og hefur einnig setið ber að ofan fyrir tímaritið Maxim.

En nýjasta mynd Jessiku hefur vakið sérstaklega mikla athygli. Það er ekki bara myndin sem hefur ollið usla, heldur einnig skilaboðin sem Jessika deildi með myndinni.

„Samfélagið kemur svo furðulega fram við nakinn kvenlíkamann. Það er stöðugt verið að biðja um að sjá hann, en um leið og hann er sýndur þá er einhver drusla? Hvernig nærðu að kljást við það,“ spyr Jessika.

Hún auglýsir síðan kynlífstækjavörurnar Viva Product. „Þess vegna styð ég @VivaProductsAu og þeirra markmið að #UppfæraMenninguna,“ segir hún.

Margir fylgjendur Jessiku tóku myndinni og skilaboðum hennar fagnandi en aðrir voru ekki svo hrifnir.

„Ég er nokkuð viss um að þú hefðir getað komið sömu skilaboðum áleiðis og verið í fötum,“ sagði einn netverji.

„Þetta snýst um að vera almennileg og fáguð, ekki ómerkileg,“ segir annar.

„Farðu í föt og predikaðu svo. Tilgangslaus færsla fyrir samfélagið, þú ert að kenna yngri kynslóðinni að svona dreifir maður skilaboðum, ógeðslegt,“ segir einn netverji.

Í samtali við News.au segir Jessika að viðbrögðin við færslunni séu „sönnun“ fyrir því að samfélagið kemur furðulega fram við nakinn kvenlíkamann.

Hún bendir á að hún sé með „miklu djarfari myndir á Instagram en þessi vakti svona mikla athygli vegna skilaboðanna. Færslan gaf fólki rými til að viðra skoðanir sínar og rökræða,“ segir hún.

„Ég fékk fullt af jákvæðum skilaboðum frá konum sem þökkuðu mér fyrir og sögðu færsluna vera valdeflandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“