fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Fókus

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 08:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez kom aðdáendum sínum heldur betur á óvart á dögunum með nýrri bikinímynd. Söngkonan deilir sjaldan slíkum myndum af sér á samfélagsmiðlum en þegar hún gerir það þá vekur það mikla athygli.

J Lo er með 131 milljón fylgjendur á Instagram og venjulega fá myndirnar hennar í kringum eitt til tvö milljón „likes“ en rúmlega 4,2 milljón manns hafa líkað við nýjustu bikinímynd hennar. Myndin hefur einnig vakið athygli fjölmiðla vestanhafs.

„OMG hvernig er þetta hægt,“ segir einn fylgjandi hennar og líkir henni við vampíru.

„Ég vil líka líta svona út þegar ég verð 51 árs. Nei afsakaðu, ég meina 21 árs. Þú ljómar öll,“ sagði annar.

Jennifer er 51 árs og tveggja barna móðir. Hún á tvíburana Emme og Max, sem eru tólf ára.

Söngkonan hefur aldrei farið leynt með að hún fylgir bæði ströngu æfingarprógrammi og mataræði til að halda sér í þessu rosalega formi.

Þjálfari hennar, Dodd Romero, deildi kviðæfingum hennar með O, the Oprah Magazine, í fyrra. Hún byrjar á því að gera 50 hangandi fótalyftur, síðan 50 kaðla kviðæfingar (e. rope chrunces) og 50 kviðæfingar á hallandi bekk (e. incline sit ups).

Síðan endurtekur hún hringinn en gerir 35 endurtekningar, og endar svo á þriðja hringnum og 21 endurtekningu í hverri æfingu. Og hún tekur að sjálfsögðu enga pásu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“

Algengustu mistökin þegar kemur að áramótaheitum – „Það er auðvelt að breyta því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar

Frægir tvífarar – næstum eins og tvíburar
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson segir aukna hörku í samskiptum – „Sífellt áreiti kallar á þrot“

Dagur B. Eggertsson segir aukna hörku í samskiptum – „Sífellt áreiti kallar á þrot“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“