fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 15:55

opnunarteiti í Bíó Paradís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís opnaði eftir endurbætur sl. föstudagskvöld. Stemmingin var mikil og geisluðu kvikmyndaáhugamenn og konur af gleði. „Það var ótrúlega góð tilfinning að opna á ný – en við erum búin að vera að vinna allan sólarhringinn að þessu síðustu metrana svo þetta var tilfinningarík og mögnuð stund. En við vorum öll svolítið búin á því,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastýra Bíó Paradís.

Tilefni opnunar var Skjaldborgar, hátíð íslenskra heimildamynda sem er vanalega á Patreksfirði en þurfti af aflýsa hátíðinni vegna Covid-19. Hátíðin var því haldin í Reykjavík í samstarfi við Bíó Paradís en svo skemmtilega vill til að opnun Bíósins og kvikmyndahátíðarinnar var um sömu mundir. Hátíðin tókst afbragðsvel og ljóst að bíóáhugi landsmanna er ekki á undanhaldi.

Eins og frægt er orðið stóð tæpt um tíma hvort bíóinu yrði lokað til frambúðar vegna húsnæðisleysis en svo fór að bíóið verður áfram á sama stað en ráðist var í miklar endurbætur. Hrönn segir bíóið vera opið en mikið sé lagt upp úr sóttvörnum. „Það er bara verið að fara eftir fyrirmælum sóttvarnarlæknis og gætt að ítrustu varúð alls staðar. En það er opið,“ segir Hrönn en Bíó Paradís skartar einnig bar sem margir kvikmyndunnendur halda mikið upp á.

 

Hönnuðurnir Hjörtur og Sigga Mæja skálðuð fyrir breyttu og betra Bíó Paradís.
Tinna Eyberg Örlygsdóttir, Una Lind Hauksdóttir og  Marta Sigríður Pétursdóttir úr framkvæmdarteymi Skjaldborgar.
Hilmar Sigurðsson forstjóri Saga Film, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðureisnar og eiginmaður hennar, Pétur Jónsson
Steven Meyers kvikmyndagerðarmaður ásamt eiginkonu sinni Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastýru Bíó Paradís og Hilmari Sigurðssyni forstjóra Saga Film.
Helgi hjá Salescloud og Björn hjá TIX
Ugla Hauksdóttir kvikmyndagerðarkona sem var í dómnefnd Skjalborgar í ár, Pálína Jónsdóttir leikstjóri, Haraldur Jónsson myndlistarmaður og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“