fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Þetta höfðu Íslendingar að segja um Ráðherrann – „Það eru víst allir voða horny í Sjálfstæðisflokknum“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 21:35

Skjáskot úr stiklu fyrir þættina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsseríu RÚV, Ráðherrann, var sýndur í kvöld. Íslendingar eru afar duglegir við það að segja hvað þeim finnst á samfélagsmiðlinum Twitter og var þátturinn að sjálfsögðu til umræðu þar.

Ráðherran fjallar um háskólakennarann Benedikt Ríkarðsson sem dreginn er inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands. „Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á andlegum veikindum hjá honum og þá þarf samstarfsfólk hans að leggja stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni,“ segir í lýsingu á þættinum í frétt RÚV.

„Það er spenna og smá kvíði,“ sagði Ólafur Darri í samtali við Hrafnhildi Halldórsdóttur í Sunnudagssögum á Rás 2 í dag. „Ég er svolítið stressaður fyrir Ráðherranum. Ástæðan fyrir því er frekar einföld. Ég er að leika mann sem er að glíma við sjúkdóm sem ég hef aldrei fengið og vonast til að fá aldrei. Það er svolítið erfitt þegar maður er leikari að leika eitthvað sem maður hefur ekki upplifað.“

Með helstu hlutverk fara, auk Ólafs Darra, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson og handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson.

Hér fyrir neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um fyrsta þáttinn:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn