fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Sunneva Einars og Birta Líf spjalla um OnlyFans – „Af hverju ertu ekki löngu búin að þessu?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 20:43

Samsett mynd úr skjáskotum úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teboðið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur þar sem þær fjalla um slúður og ýmislegt fleira tengt fræga fólkinu. Í nýjasta þættinum var meðal annars rætt um kynlífsvinnu og samfélagsmiðilinn OnlyFans.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Algengasta efnið þar er án efa nektar- og kynlífsefni en það er þó ekki það eina sem dregur fólk að síðunni. Yfirleitt er efnið þó á einhvern hátt kynferðislegt. „Svo er líka margt annað sem er að hala helling inn,“ sagði Birta Líf um efni sem er aðgengilegt á samfélagsmiðlinum.

„Ég er ekki að hlægja, ef einhver er með þetta fetish, þá er það allt í lagi,“ bætti Birta síðan við. „Tásumyndir eða?“ spyr Sunneva þá. „Já! Þetta er alveg orðið líka platform fyrir fólk sem er að pósta tásumyndunum sínum,“ segir Birta. „Eigum við að búa til þannig?“ spyr Sunneva þá og hlær.

„Hefur þú einhvern tímann verið beðin um að senda tásumynd?“ spyr Birta og Sunneva svarar játandi. „Af hverju ertu þá ekki löngu búin að þessu?“ spyr Birta í framhaldi af því. „Það er eitthvað skrýtið við að taka myndir af tásunum á sér, fyrir mig. Mig langar bara ekki að heimurinn sjái tærnar á mér. Það er bara svo skrýtið að einhver sé að hugsa: Úúú tærnar,“ segir Sunneva. „Ég skil alla sem gera það, geggjað að græða pening á þessu. En ég gæti ekki verið bara vitandi að það er einhver að horfa á tærnar mínar.“

Horfa má á þáttinn þeirra í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ágúst ætlaði að panta bílbelti á Ali – „Þetta er það sem ég fékk sent“

Ágúst ætlaði að panta bílbelti á Ali – „Þetta er það sem ég fékk sent“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin – „Lesbísk fóstra í súpervinnu“ og Hjallastefnan

Tímavélin – „Lesbísk fóstra í súpervinnu“ og Hjallastefnan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Melania Trump í gegnum árin

Melania Trump í gegnum árin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta varð til þess að Guðmundur sagði upp vel launuðu starfi til að láta draumin rætast

Þetta varð til þess að Guðmundur sagði upp vel launuðu starfi til að láta draumin rætast
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matthew McConaughey segist hafa verið kúgaður til að stunda kynlíf – „Viss um að ég væri að fara til helvítis“

Matthew McConaughey segist hafa verið kúgaður til að stunda kynlíf – „Viss um að ég væri að fara til helvítis“