fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Fókus
Föstudaginn 18. september 2020 11:00

Benni og Tinna Lind hafa sést á stefnumótum í miðborginni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heyrst hefur að leikstjórinn og kvikmyndaundrið Bene­dikt Erlingsson og leik­konan, verkefnastjórinn og framkvæmdastjóri Þjóðleik­hússins Tinna Lind Gunn­arsdóttir séu að hittast. Hafa þau sést úti að borða saman, á göngu um miðborgina og þykir parið eiga ákaflega vel saman enda bæði hæfi­leikarík með meiru, vinsæl og vinamörg. Benedikt var giftur leikkonunni Charlotte Böving en þau skildu fyrr á árinu. Tinna Lind er fyrrverandi eiginkona söngvarans Garðars Thors Cortes.

Trúðatækni og hestamennska

Benni Erlings er einn fremsti leikstjóri landsins og er maðurinn á bak við stórmyndir eins og Hross í oss og Kona fer í stríð en sú síðarnefnda verður endurgerð í Bandaríkjunum og leikstýrt af Jodi Foster. Benedikt er umhverfissinni mikill og þykir mælskur með einsdæmum. Hann er einnig hestamaður og náttúruunnandi.

Tinna Lind er mikill húmoristi og listunnandi en hún er einnig menntuð í trúðatækni hjá Rafael Bianciotto. Hún útskrifaðist úr MPM námi (Master of Project Management) frá Háskólanum í Reykjavík og fjallaði lokaverkefni hennar, The Project Manager as a Clown, um notkun trúðatækni til að auka leiðtoga- og samskiptafærni í stjórnun verkefna.

Þessi tvö náttúruöfl mynda því án efa eitt listrænasta og glæsilegasta par landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn