fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 08:37

Það er í lagi að kitla börn ef það er með samþykki þeirra að sögn móðurinnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi gegn börnum að kitla hefur skipt fólki í fylkingar. Hún deildi skoðun sinni á samfélagsmiðlum og sagði að ef barn gefur ekki samþykki fyrir því að vera kitlað, þá ætti foreldrið að hætta samstundis. Ef foreldrið hættir ekki þá ætti að líta á athæfið sem ofbeldi (e. child abuse).

Hún segir að það sé í lagi að kitla ef börnin biðja um það eða séu hrifin af því. „En hættið þegar þau biðja ykkur um að hætta,“ segir mamman í færslu á Facebook. News.au greinir frá.

„Þetta snýst um samþykki. Þið eruð að kenna börnunum um þeirra líkama og þeirra mörk og reglur varðandi sinn líkama.“

Eins og fyrr segir hefur staðhæfing móðurinnar skipt fólki í fylkingar. Nokkrir sögðu að börn eru sífellt að skipta um skoðun. „Þau segja manni bókstaflega að hætta og biðja strax um að vera kitluð aftur,“ sagði einn netverji.

„Ha? Erum við að rífast um að kitla núna? 2020 er versta ár í heimi“

Móðirin svaraði og sagði: „Að kitla þau ekki, eða að hætta að kitla þau þegar þau biðja um það, er einn lítill hlutur sem þú getur gert til að sýna þeim virðingu. Það er auðvelt og særir engan. Af hverju mundirðu ekki virða óskir barnsins þíns?“

Margir tóku undir með móðurinni. „Ég kitla börnin mín en hætti um leið og þau biðja mig um það,“ segir ein mamma.

„Ég hataði að vera kitluð því systkini mín kitluðu mig endalaust þrátt fyrir að ég byrjaði að gráta. Ég er sammála henni,“ segir ein kona.

„Ég er sammála um að þetta sé frábær leið til að kenna börnum um samþykki,“ sagði önnur manneskja við færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband