fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Pálmi Gunnarsson segist hafa nánast drukkið sig í hel: „Stálheppinn að vera á lífi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 08:57

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Pálmi segir meðal annars frá því þegar lögreglan var að elta hann og aðra tónlistarmenn vegna þess að þeir voru að nota alls konar efni.

„Ég notaði kannabisefni mjög lengi og taldi mér lengi vel trú um að þau hefðu bjargað mér frá örlögum fyllibyttunnar, af því að maður „funkeraði“, þó að maður væri svolítið hægur. Kannabisneytandinn hagar sér allt öðruvísi en sá sem er blindfullur,“ segir Pálmi og bætir við að á þessum tíma hafi verið horft á kannabis sem hart eiturlyf og lögreglan hafi ekki gefið neinn afslátt.

„Við vorum hundeltir af löggunni. Við vorum eltir út um allt og á Brunaliðsárunum þá var einn úr fíkniefnalögreglunni sem elti okkur á „Einni með Öllu“ og við sáum í rassgatið á honum þar sem hann var að kafa ofan í töskunum. Við fengum engan afslátt þó við værum tónlistarmenn og ef eitthvað var, þá var gefið í gagnvart okkur.“

Stálheppinn að vera á lífi

Pálmi segist telja sig vera stálheppinn að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Hann rifjar upp augnablikið þegar hann fór að vera þakklátur fyrir að vakna lifandi á morgnana.

„Ég held að það hafi verið þegar ég hélt að ég myndi ekki vakna aftur lifandi, þegar ég var að drekka mig í hel. Ég segi stundum að ég hafi verið rosalega heppinn að sleppa á lífi undan þessu,“ segir Pálmi og heldur áfram:

„Ég þoldi alveg hrikalega mikið áfengi og eftir fyrstu skiptin varð ekkert aftur snúið. „Buzzið“ sem ég fékk var þess eðlis að það var eitthvað sem ég vildi gera meira af. Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði. Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partýinu,“ segir hann.

Pálmi tekur eitt dæmi af því hve mikið hann þoldi þegar kom að drykkju.

„Mig minnir að það hafi verið fimmtugsafmælið hans Ragga heitins Bjarna, sem þoldi vel, en hann hætti síðan að drekka eins og allir almennilegir menn. Við vorum einir eftir í afmælisveislunni að drekka þegar hann segir við mig: „Já helvítis Austfirðingarnir, þeir þola þetta vel eins og ég.“ Og við drukkum í heilan sólahring í viðbót. Þetta var svolítið ég á þessum tíma. Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.“

Tókst að hætta eftir margar tilraunir

Pálmi þurfti að gera mjög margar tilraunir til að hætta að drekka og dópa þar til það tókst loksins.

„Það voru ótal skipti þar sem skynsami strákurinn inni í manni sagði: „Nú er þetta búið. Aldrei aftur.“ Korteri seinna var maður kominn út á bar. Þetta lýsir stjórnleysinu. Svo sannarlega vildi maður út úr þessu helvíti. Löngu löngu áður en það slökknaði á lönguninni hjá mér. En mig langaði svo mikið að komast út úr þessarri stöðu, en ég réði bara ekkert við þetta.“

Í viðtalinu ræða Pálmi og Sölvi um stórmerkilegan feril Pálma, Gleðibankann og Eurovision mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, drykkju, dóp og fleira.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“

„Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?